Hattadagur á Grund

Í síðustu viku var kominn galsi í fólk hér í húsinu og ákveðið að vera með hattadag á föstudag. Starfsfólk mætti með hattana sína til vinnu og heimilisfólk skartaði höfuðfötum sem það annaðhvort fékk lánað úr safni iðjuþjálfunar heimilisins eða bara átti sjálft. Það fylgdi deginum mikil kátína enda sumir hattarnir frekar skondnir og skemmtilegir. Það má líka geta þess að á Grund er núna búsett hattagerðarkonan Ásthildur Vilhjálmsdóttir sem vann lengi við hattagerð á Laugavegi. Henni fannst ekki leiðinlegt að skoða öll þessi höfuðföt sem fólk skartaði.

Deildi með heimilisfólki sögum af veru sinni á Grænlandi

Björg Sigurðardóttir ljósmóðir gladdi heimilisfólk með nærveru sinni í morgunstund í gær. Hún sagði frá störfum sínum og veru í Grænlandi. Það er stórkostlegt að upplifa hvað tónlistarfólk, rithöfundar, dansarar, fólk með áhugaverða sögu, fyrirlesarar og fræðimenn eru til í að koma í sjálfboðavinnu og deila með heimilisfólkinu okkar því sem það hefur fram að færa. Kærar þakkir öll sem gefið af tíma ykkar og veitið þannig tilbreytingu í líf fólksins okkar

Konukvöld

Í síðustu viku héldum við í fyrsta skipti konukvöld. Boðið var upp á konfekt og skálað í gleðidrykk. Þær Lilja, Súsanna, Edda, Bára og Sjöfn íbúar í 60+ ásamt Ástu á hárgreiðslustofunni voru með tískusýningu fyrir gesti með fötum úr verslunum Grundarheimilanna. Karl Óttar forstjóri kom og skenkti í glös hjá dömunum og Fanney iðjuþjálfi var kynnir kvöldsins. Mikil gleði og stuð og þökkum við fyrir skemmtilega kvöldstund.

Konukvöld

Í síðustu viku héldum við í fyrsta skipti konukvöld. Boðið var upp á konfekt og skálað í gleðidrykk. Þær Lilja, Súsanna, Edda, Bára og Sjöfn íbúar í 60+ ásamt Ástu á hárgreiðslustofunni voru með tískusýningu fyrir gesti með fötum úr verslunum Grundarheimilanna. Karl Óttar forstjóri kom og skenkti í glös hjá dömunum og Fanney iðjuþjálfi var kynnir kvöldsins. Mikil gleði og stuð og þökkum við fyrir skemmtilega kvöldstund.

Réttardagur Mörk 60+

Síðastliðinn fimmtudag var réttardagur Markar. Íbúar 60+ fengu dýrindis kjötsúpu og bessastaðatertu í eftirrétt í hádeginu. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir og eiginmaðurinn hennar Björn Skúlason komu í heimsókn og nutu dagskránnar sem var í boði með íbúum. Gísli Páll stjórnarformaður Grundarheimilanna sagði frá smölun norðan og austan heiða, Halla Tómasdóttir ávarpaði gesti og í lokin var tekinn fjöldasöngur undir leiðsögn Rebekku Magnúsdóttur. Við erum þakklát Höllu og Birni fyrir yndislega heimsókn. Takk allir sem komu og nutu réttardagarins með okkur.

Það koma til mín setningar sem verða að ljóðum

Þegar forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, var sett í embætti forseta Íslands flutti hún í lok ræðu sinnar ljóðið Leitum. Það sem færri vita kannski er að ljóðskáldið, Hólmfríður Sigurðardóttir, býr í Mörk. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heimsótti Hólmfríði einn bjartan haustmorgun og spurði hvort hún væri til í að spjalla um ljóðin sín og leyfa henni að birta nokkur þeirra hér á heimasíðu Grundarheimilanna.

Það koma til mín setningar sem verða að ljóðum

Þegar forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, var sett í embætti forseta Íslands flutti hún í lok ræðu sinnar ljóðið Leitum. Það sem færri vita kannski er að ljóðskáldið, Hólmfríður Sigurðardóttir, býr í Mörk. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heimsótti Hólmfríði einn bjartan haustmorgun og spurði hvort hún væri til í að spjalla um ljóðin sín og leyfa mér að birta nokkur þeirra hér á heimasíðu Grundarheimilanna.

Bókavinir í Mörk 60+

Bókavinir í Mörk koma saman vikulega frá því snemma að hausti til vors. Nú er hafið fjórtánda starfsár hópsins og er lesefnið fyrra hluta vetrar Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness. Hlustað er á lestur höfundar sjálfs og í kjölfarið umræður um efnið, Ólafur Pálmason íbúi leiðir hópinn. Bókavinir í Mörk eru alla miðvikudaga kl.13 í Mýrinni og eru allir íbúar 60+ velkomnir.

Gulur dagur á Grund

September er gulur mánuður þ.e. hann er tileinkaður geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Við á Grund vildum minna á málstaðinn og styðja við málefnið með því að klæðast gulu í gær

Pongó er í hálfu starfi í Ási

Border Collie/labrador blendingurinn Pongó er í hálfu starfi í sjúkraþjálfuninni í Ási. Hann mætir galvaskur snemma á morgnana og fer svo heim í hádeginu til að safna kröftum og hvíla lúin bein. Eigandi hans Christina Finke er sjúkraþjálfari í Ási og segir að allir elski Pongó og hann laði að sér fólk bæði unga sem aldna.