Þjónusta

Bílaþvottur

Bílaþvottaaðstaða fyrir íbúa við Suðurlandsbraut 58-62 og 68-70 er syðst í bílakjallara. Þar er háþrýstidæla, þvottakústur og ryksuga. Aðstaða þessi er eingöngu fyrir íbúa.

Boggubúð

Í anddyri á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins er verslunin Boggubúð. Þar er hægt að kaupa nauðsynjavörur eins og tannkrem, raksápu, sjampó og hárlagningarvökva einnig gjafavörur og ýmislegt annað sem gleður augu, munn og jafnvel eyru. Þá er seldur dömufatnaður í búðinni sem og náttföt og nærfatnaður á dömur og herra.

Eins sér Boggubúð um að taka á móti matarpöntunum í síma 560-1702 eða með tölvupósti á boggubud@morkin.is

Opnunartímar:

  • Mánudag til föstudags frá klukkan 11:00 til 16:00.
  • Lokað um helgar.

Félagsaðstaða

Félagsaðstaðan Mýrin er við enda tengigangs við Suðurlandsbraut 58-62. Til viðbótar við þá félagsaðstöðu er Móinn við Kaffi Mörk, Suðurlandsbraut 68. Þessa sali er hægt að leigja fyrir minni veislur. Móinn tekur um 20 manns í sæti og Mýrin allt að 50 manns. Þar að auki er hægt að leigja Kaffi Mörk og matsal hjúkrunarheimilisins fyrir stærri veislur, allt að 100 manns. Salirnir eru eingöngu leigðir til íbúa.

Gestaíbúð

Fullbúin gestaíbúð er á Suðurlandsbraut 60. Íbúar geta leigt hana í skamman tíma fyrir aðstandendur sína sem koma t.d. utan af landi eða frá útlöndum. Gistirými er þar fyrir fjóra þ.e. uppábúið hjónarúm og tvö gestarúm ásamt borðbúnaði og öðru því sem þarf til daglegra nota. Nánari upplýsingar og bókanir eru gefnar í síma 5601901 eða með því að senda póst á morkin@morkin.is.

Garður

Á sameiginlegri lóð er gróðurskáli og þar hafa íbúar aðstöðu til að njóta sjarma árstíðanna. Íbúar sitja þar gjarnan á fallegu sumarkvöldi og virða fyrir sér litskrúðugra blóma og lífsins í garðinum.

Púttvöllur í inngarði Markar er hannaður af golfvallarhönnuðinum Edwin Roald og er völlurinn án efa einn sá glæsilegasti á höfuðborgarsvæðinu. Púttvöllurinn er opinn yfir sumartímann og nota íbúar völlinn jafnt að degi til sem og á fallegum sumarkvöldum.

Hár- og snyrtistofa

Hársnyrtistofa er á jarðhæð heimilisins. Hægt er að panta tíma í síma 560-1712.

Opnunartímar:

  • Þriðjudag til föstudags frá 10:00 – 17:00. Lokað á mánudögum.

Snyrti- og fótaaðgerðarfræðingur með aðstöðu í húsnæði á fyrstu hæð. Tímapantanir í síma 560-1713 og 898-3052.

Heilsulind

Við enda tengigangs við Suðurlandsbraut 58-62 er staðsett sundlaug sem er 12,5 x 5 metra ásamt heitum potti, blaut- og þurrgufuböð, infrarauður saunaklefa og líkamsræktaraðstaða. Þar eru líka aðstaða sjúkraþjálfara og nuddara. Allar upplýsingar um þjónustuna er að fá í afgreiðslu Heilsulindar, síma 560-1905 eða með tölvupósti heilsulind@morkin.is

Opnunartímar:

  • Mánudag til föstudags frá klukkan 08:00 – 10:00 og 16:00 – 18:00
  • Laugardaga kl. 10:00 – 12:00.

Síðasta laugardag hvers mánaðar er íbúum velkomið að bjóða börnum og barnabörnum í laugina.

Hjúkrunarfræðingar

Hjúkrunarfræðingar í Mörk veita íbúum viðtal eftir samkomulagi. Hjá þeim má m.a. fá blóðþrýsting mældan.

Húsvarsla

Aðstoð húsvarðar líkt og við að skipta um peru eða í lagfæringar má nálgast með tölvupósti á morkin@morkin.is / boggubud@morkin.is eða með símtali í síma 560-1901 / 560-1702.

Kaffi Mörk

Kaffi Mörk er í austurhúsum rétt við enda tengigangs sem liggur frá aðalanddyri hjúkrunarheimilisins til austurs. Skjólsæl og rúmgóð útistétt þar sem gott er að njóta veitinga í góðu veðri.

Kaffi Mörk selur rjúkandi kaffi, te, súkkulaði og gos ásamt gómsætu brauði og kökum yfir daginn. Í hádeginu er hægt að fá léttan hádegisverð.

Opnunartímar:

  • Þriðjudag til föstudags frá klukkan 12.00 – 17.00.
  • Laugardag og sunnudag frá klukkan 13.00 - 17.00 Lokað á mánudögum.

Síminn hjá Kaffi Mörk er 560-1910 og netfangið kaffimork@morkin.is.

Sjúkraþjálfun

Í Mörk eru sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sem bjóða uppá sjúkraþjálfun fyrir íbúa sem hafa tilvísun frá lækni. Einnig stendur íbúum til boða að taka þátt í hópleikfimi undir stjórn íþróttafræðings þar sem framkvæmdar eru léttar liðkandi æfingar, styrkjandi æfingar, slökunaræfingar og teygjur.

Tengigangur

Tengigangur tengir íbúðirnar við hjúkrunarheimilið. Þar eru gjarnan málverka- eða ljósmyndasýningar og eru íbúar hvattir til að koma og sýna verk sín hafi þeir áhuga. Tilvalið er að halda sér í formi yfir vetrartímann með því að ganga eftir ganginum og hvíla svo lúin bein en víða eru borð og stólar þar sem hægt er að tylla sér í rólegheitum.
Vísi að bókasafni er að finna á tengigöngum á jarðhæð hjúkrunarheimilisins. Þar er nokkurs konar skiptibókamarkaður þar sem heimilismenn, starfsfólk eða íbúar við Suðurlandsbraut 58-62 og 68-70 koma með bók á markaðinn og velja sér aðra í staðinn.