68-70 (austurhús)

Innviðir íbúðanna

Eikarinnréttingar frá Parka/Bitter ehf. eru í anddyri, svefnherbergi, baðherbergi og eldhúsi. Fataskápur er í svefnherbergi og í anddyri er skápur og fatahengi.

Í eldhúsinnréttingu eru heimilistæki frá Progastro af gerðinni Gorenje, þ.e. span-helluborð, vifta og ofn.
Innihurðir eru frá Parka/Bitter ehf af gerðinni Grauthoff, eikarhurðir yfirfelldar með samlokukörmum.

Gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Auk þess er eitt sameiginlegt þvottahús í hverju húsi á fyrstu hæð.

Baðinnrétting er með skúffuskáp, Gustafsberg salerni og vaskur í borði, Grohe sturtu- og blöndunartæki eru frá Byko en sturtan er innfelld í gólf.

Gólf í anddyri og á baðherbergi eru flísalögð með flísum frá Álfaborg. Gólfflísarnar eru af gerðinni Carnaby Street Dark Grey 20x20 steingráar flísar, á veggjum sturtu eru Citta Bianco 15x15 hvítar mattar flísar. Að öðru leyti eru íbúðirnar parketlagðar með eikarparketi frá Parka.

Íbúðirnar, sem eru tveggja, þriggja og fjögurra herbergja, eru sérlega rúmgóðar og lofthæð þeirra er 2.54 metrar. Á efstu hæð er aukin lofthæð í íbúðum.