Nýlega stóð til að sýna bíómynd í matsalnum í Mörk en sökum tæknilegra örðugleika var það ekki hægt. Hún Rebekka átti ráð við því, náði í gítarinn og blés til söngstundar í staðinn.
Við fengum góðan gest í söngstundina, Emblu Rós. Hún er sex ára og söng hástöfum með okkur lagið Heyr mína bæn.