Heimilispósturinn - desember 2020

Heimatilbúnar uppákomur í desember

Vegna aðstæðna verður aðventan nú, ólík hefðbundinni aðventu eins og við eigum að venjast í Ási. Það verður t.d. lítið um gestakomur og því verðum við að vera sjálfbær hvað varðar glens og gaman í aðdraganda jóla.

Myndatilraun

Test

Gylfanefndin

Á haustdögum skipaði heilbrigðisráðherra nefnd undir formennsku Gylfa Magnússonar háskólaprófessors. Tilurð nefndarinnar er samkomulag á milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sjúkratrygginga Íslands og Sambands sveitarfélaga um að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Í nefndinni eiga fulltrúa auk Gylfa formanns, fulltrúi frá framangreindum þremur aðilum auk fulltrúa heilbrigðisráðuneytis. Ég sit í nefndinni fyrir hönd SFV.

Mörk - Það er svartur föstudagur

Það hefur snjóað í Reykjavík og í Mörk erum við að hengja upp jólaljósin. Þetta ætti því að vera alveg hreint ágætur föstudagur. Það eina sem skyggir á gleðina eru fréttir um fjölgun smita úti í samfélaginu. 0

Ás - Svartur föstudagur

Það snjóar þó í Hveragerði og við erum í óðaönn að hengja upp jólaljósin. Þetta er því alveg hreint ágætur föstudagur. Það eina sem skyggir á gleðina eru fréttir sem við fáum handan heiðar um fjölgun smit

Það styttist í jólin

Það var heldur betur jólastemning í Ásbyrgi rétt fyrir aðventuna þegar aðventukransinn var skreyttur og setustofan dubbuð upp í jólabúning.

Gaf heimilinu sínu kaffistell

Sigrún Jóhannsdóttir heimiliskona í Miðbæ í Mörk gaf heimilinu sínu fallegt kaffistsell nýlega. Það er gamalt Kron stell sem hún erfði frá móður tengdamóður sinnar. Í talefni dagsins bakaði Arndís smákökur og hitaði súkkulaði sem þarf vart að taka fram að bragðaðist sérstaklega vel úr þessu fallega stelli. Allt verður betra þegar postulínið er svona fallegt

Fallegur morgun á Grund

Yndislega fallegur morgun á Grund þar sem gáð var til veðurs, stillan á undan storminum.

Falleg vinátta í Bæjarási

Það er ekki bara heimilisfólkið í Bæjarási sem nýtur þess á laugardagskvöldum að hlusta á Helga Björns því kötturinn Kalli hefur ekki síður gaman af því. Hér lætur hann fara vel um sig, nýtur þess að fá strokurnar frá heimiliskonunni Fríðu og hlustar á hvert lagið á fætur öðru malandi út í eitt.