Sækja um dvöl

Óski einstaklingur eftir hjúkrunarrými á Grund, Ási eða Mörk þarf hann að sækja um færni- og heilsumat. Umsókn um færni- og heilsumat má finna á vef landlæknisembættis, www.landlaeknir.is. Umsóknina skal senda til færni- og heilsumatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi sem viðkomandi á lögheimili. Nánari upplýsingar um matið má finna á vef landlæknisembættis. Niðurstaða úr matinu er svo kynnt umsækjanda skriflega og þá fer nafn viðkomandi inn á biðlista heimilisins.

Á Grund og í Ási er boðið upp á hvíldarinnlagnir. Sótt er um á vef landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is. Umsóknin er send til færni og heilsumatsnefndar í því heilbrigðisumdæmi sem viðkomandi á lögheimili. Niðurstaðan er kynnt skriflega og þá fer nafnið inn á biðlista hjá viðkomandi heimili.