Allar fréttir

Notaleg samverustund

Suma morgna er bara best að vera í rólegheitum, lesa Moggann, grípa kannski í spil, lita smá en aðallega bara eiga notalega samverustund og spjalla.

Fjörugt blöðruball

Það er bryddað upp á ýmsu hér á Grund og í vikunni var haldið fjörugt blöðruball í hátíðasalnum. Nokkur tími fór í að blása upp blöðrurnar en það var alveg þess virði. Frábært ball og allir skemmtu sér konunglega.

Sumarstarfsmaður bauð upp á tónleika

Guðný Alma er sumarstarfsmaður í Bæjarási. Í vikunni kom hún ásamt unnusta sínum, Pétri Nóa Stefánssyni, og hélt tónleika fyrir okkur. Ljúfir og notalegir tónleikar. Takk innilega fyrir okkur

Ýmislegt bardúsað í góða veðrinu

Hér í Ási höfum við nýtt góða veðrið að undanförnu og bardúsað ýmislegt. Einn daginn fórum við og tíndum falleg blóm í Hverahlíðinni og fórum svo í gegnum Ásbyrgi. Við enduðum daginn á að fá okkur Gatorade til að fylla á söltin í hitanum og bjuggum til keilu úr flöskunum. Virkilega góður dagur og allir sáttir í þessu dásamlega veðri.

Sjúkraþjálfun í sólinni

Í blíðviðrinu í gær var notalegt að vera í sjúkraþjálfun utandyra. Ekki amalegt hér á Grund að gera liðkandi og styrkjandi æfingar í þessu dásamlega veðri.

Söngur og sól

Það var svo sannarlega líf og fjör í portinu okkar í gær milli Grundar og Litlu Grundar enda veðurblíðan þar einstök þegar sólin skín. Baddi mætti með gítarinn og heimlisfólk tók lagið og gæddi sér á ís. Þetta var notalegur dagur.

Líf og fjör í sjúkraþjálfun

Alltaf er nóg um að vera og líf og fjör í sjúkraþjálfuninni hér í Mörk. Þar eru gerð æfingaplön eftir þörfum og getu hvers og eins.

Salka er heimsóknarvinur á Grund

Hún er þriggja og hálfs árs og heillar alla uppúr skónum. Salka er heimsóknarvinur á vegum Rauða krossins og ætlar að koma framvegis hálfsmánaðarlega með henni Ellu Rögnvaldsdóttur og gleðja okkur með nærveru sinni. 🐕 Við hér á Grund bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar og ef þið vitið um heimilismenn sem myndu vilja hitta Sölku þá endilega látið starfsfólkið ií iðjuþjálfun vita. Starfsstöð iðjuþjálfunar er á 3 hæð á Grund fyrir miðju hússins. Salka er að fara í sumarfrí en kemur næst í hús 12. ágúst

Litríku sumarblómin sett niður

Samvinna var lykilorðið þegar kom að því að setja niður sumarblómin í Bæjarási. Heimilisfólk ásamt starfsfólki úr iðjunni tók höndum saman og sá til þess að litrík sumarblómin blasa nú við þegar gengið er út á veröndina.

Gáfu heimilisfólki Grundarheimilanna konfekt fyrir 17. júní

Það er gaman að segja frá því að fulltrúar frá Nói Síríus höfðu samband og spurðu hvort ekki mætti gleðja heimilisfólk Grundarheimilanna með konfekti á 17. júní. 🌰 Því var að sjálfsögðu vel tekið og í morgun fengu öll heimilin þrjú svona sendingu, Grund, Mörk og Ás. Takk kærlega fyrir að hugsa svona fallega til okkar og hér verður sko boðið upp á konfekt með kaffinu á þjóðhátíðardaginn, þökk sé Nóa Síríus. 🇮🇸