18.09.2025
Yrsa Roca Fannberg hefur í mörg ár unnið við umönnun og sem sjúkraliði á Grund en hun er einnig kvikmyndaframleiðandi. Undanfarin ár hefur hún unnið að gerð myndarinnar Jörðin undir fótum okkar sem öll gerist hér á Grund. Heimilismenn eru aðalleikararnir og þeir eru á þriðja tug.
Myndin hlaut í gær aðalverðlaun dómnefndar á einni virtustu heimildamyndahátíð i Asíu sem haldin var í Suður_Kóreu. Það var Yrsa sem sjálf tók við verðlaununum. Myndin verður frumsýnd á Riff kvikmyndahátíðinni þann 2. október næstkomandi og sýnd síðan í Bíó Paradís frá 6. október. Heimilismenn Grundar fá tækifæri til að sjá myndina áður en hún fer í almenna sýning. Verður myndin sýnd þann 3. október í hátíðasal heimilisins.
Við óskum Yrsu hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.
29.08.2025
Við eigum þetta forláta hjól hér í Mörk sem tilvalið er að nota á sólríkum og fallegum dögum. María sjúkraþjálfari greip tækifærið og hjólaði í Elliðaárdalinn með heimilismann. 🚲
Á leiðinni sáu þau fossa, ár, dúfur og minka. Svo var auðvitað stoppað í ísbúð á leiðinni til baka
29.08.2025
Starfsfólkið í iðjunni hér í Mörk ákvað að nýta sólargeislana, opna dyrnar og færa starfið út. Rebekka tók upp gítarinn og það var boðið upp á söngstund í góðu veðri. 🥰
Reyndar fóru skýin af og til fyrir sólu en það var ágætt að fá smá golu inn á milli. Þá var bara sungið ennþá hærra til að hlýja sér. Nokkrir komu út á svalirnar á næstu hæðu og tóku þátt í söngnum.
Ljúf stund og gefandi fyrir alla.
29.08.2025
Það er sérstaklega dásamlegt þegar sólin skín skært síðsumars. Haustið á næsta leyti en smá framlenging á blessuðu sumrinu með þessum sólardögum. Heimilisfólk og starfsfólk var ekkert að tvínóna við hlutina og dreif sig út á svalir til að spjalla og njóta góða veðursins.
27.08.2025
Í dag hafa Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Hveragerðisbær gert samning við Ás hjúkrunarheimili um samþætta heimaþjónustu við íbúa í Hveragerði frá 1. september nk. Verkefnið er tilraunaverkefni sem að byggist á aðgerðaráætlun Gott að eldast sem að er samstarfsverkefni milli Félags- og húsnæðismálaráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis. Ás mun þannig sinna heimahjúkrun og félagslegum heimastuðningi við íbúa Hveragerðisbæjar 60 ára og eldri sem sækja um og fá samþykkta slíka þjónustu. Áður hefur í Ási verið starfrækt dagdvöl ásamt því að þaðan hafa íbúar Hveragerðisbæjar sem óskað hafa eftir fengið mat sendan heim.
22.08.2025
Guðný Alma, sem er sumarstarfsmaður hér hjá okkur í Ási, söng fyrr í sumar fyrir heimilismenn í Bæjarási. Nýlega mætti hún aftur og söng við undirleik unnusta síns Péturs Nóa Stefánssonar. 🥰
Að þessu sinni söng hún fyrir heimilismenn í Ásskála. Viðtökurnar voru frábærar enda syngur Guðný Alma eins og engill. 👏
22.08.2025
Í síðustu viku var haldin sumarhátíð í Mörk.
Eins og vera ber þegar hátíð er annarsvegar var boðið upp á allskonar leiki, andlitsmálningu og blaðrarinn bjó til blöðrufígúrur. Edhúsið bauð upp á dýrindis veitingar og Guðrún Árný hélt uppi stuðinu og söng með heimilisfólki, starfsfólki, aðstandendum og íbúum hjá Íbúðum 60+.😍
Mikil gleði var í loftinu og sumrinu fagnað.😍
22.08.2025
Sumri var fagnað með hátíð hér á Grund nýlega. 🥰
Andlitsmálning, blaðrarinn sem bjó til fígúrur fyrir börnin, söngur og fallegir tónar, sumarlegar veitingar, en fyrst og fremst gleði og samvera.
Takk öll fyrir komuna. Þetta var frábær dagur.🌞
21.08.2025
Bingó er alltaf vinsælt og flestir spenntir að taka þátt. Heimilismenn á hjúkrunarheimilinu voru yfir sig hrifnir af tilbreytingunni þegar boðið var upp á tónlistarbingó. 🥰
Það er eflaust stutt í að aftur verði boðið upp á bingó þar sem tónlist kemur við sögu.
18.08.2025
Heilsustofnun í Hveragerði fagnaði 70 ára afmæli á dögunum. Forsvarsmenn Grundarheimilanna mættu í afmælishófið og færðu Heilsustofnun tvö eplatré að gjöf. Á myndinni eru frá
vinstri Ingi Þór Jónsson markaðsstjóri Heilsustofnunar, hjónin Gísli Páll Pálsson stjórnarformaður Grundarheimilanna og Alda Pálsdóttir framkvæmdastjóri Íbúða 60+ í Mörk, Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar og Karl Óttar Einarsson forstjóri Grundarheimilanna.