Fréttir

Á fjórða tug starfsmanna á Eden námskeiði

Í vikunni lauk öðru Eden námskeiði vetrarins. Á fjórða tug starfsfólks Grundarheimilanna þriggja daga námskeið.

Rós handa heimiliskonum

Á konudaginn í síðustu viku fengu allar heimiliskonur Grundarheimilanna rós að gjöf. Hér eru það heimiliskonur í Ási sem taka á móti rós og kunnu svo sannarlega að meta þessi óvæntu gjöf.

Jóga í Ási

Það er gott fyrir líkama og sál að stunda jóga og í Ási er heimilismönnum boðið að taka þátt í jógatímum.

Starfsfólk fræðist um Eden hugmyndafræðina

Þessa dagana stendur yfir annað Eden námskeið ársins í hátíðasal Grundar en það sækja starfsmenn Grundarheimilanna.

1400 rjómabollur á Grundarheimilunum

Það var um miðja nótt sem Benedikt Sigurbjörnsson bakari í Ási og hans aðstoðarfólk byrjaði að setja á rjómabollur fyrir bolludag. Alls voru það um 1400 rjómabollur sem voru bornar fram á Grundarheimilunum þetta árið. Að venju var kátína með bakkelsið og bollurnar runnu ljúflega ofan í heimilisfólk Grundar, Markar og Áss, starfsfólkið og íbúa hjá Íbúðum 60+.

Líflegt í sjúkraþjálfuninni í Ási

Það er ýmislegt brallað í sjúkraþjálfuninni í Ási. Hjólað, gengið, teygt og togað. Andrúmsloftið er létt og notalegt og allir sem koma út glaðir og sælir með að hafa nú tekið á og liðkað sig. Svo er náttúrulega ekkert eins yndislegt og að enda þjálfunina á heitum bökstrum og afslöppun.

Helgistund í Vesturási

Það var boðið upp á helgistund í Vesturási nýlega sem Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni stýrði. Það var vel mætt í stundina og heimilisfólkið lýsti yfir ánægju með að koma saman og eiga notalega stund með þessum hætti.

Þorrahlaðborð og lopapeysur

Bóndadegi var fagnað í Ási. Sönghópurinn Tjaldur kom og tók þorralög fyrir heimilisfólkið í hádeginu. Sönghópurinn gæddi sér síðan af þorrahlaðborðinu í boði hússins og að lokum tóku þau þorralögin fyrir starfsfólkið við góðar undirtektir. Það var gaman að sjá hvað fallega var skreytt á heimilunum og kórfélagar í fallegum lopapeysum.

Eden námskeiðið vel sótt

Það var áhugasamur og flottur hópur frá Grundarheimilunum sem mætti á Eden námskeið Eden Alternative samtakanna nú í ársbyrjun. Margir voru að mæta á þriggja daga námskeið í fyrsta sinn á meðan einhverjir koma til að rifja upp. Grund vinnur þessa mánuðina að því að innleiða Eden hugmyndafræðina og með hækkandi sól verða öll Grundarheimilin þrjú, Grund, Ás og Mörk komin með vottun samtakanna sem Eden heimili. Ás og Mörk hafa um árabil verið vottuð Eden heimili.

Fylgst með handboltanum í Ási

Það hefur verið mikil stemning í kringum handboltaleikina hér í Ási.