Fréttir

Sumarið er komið í Ási

Það er alveg sérstök stemning í Ási þegar sumarblómin úr gróðurhúsunum koma á svæðið. Heimilisfólk kemur og velur sér sumarblóm í potta og ker og svo hjálpast starfsfólk og heimilisfólk að við gróðursetninguna

Nýbakaðar vöfflur með kaffinu

Sumir dagar eru aðeins betri en aðrir og þannig var það nú nýlega þegar skellt var í vöfflur og heimilismönnum boðið til veislu. Það er alveg sérstök stemmning sem fylgir þegar boðið er upp á nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma.

Vinkonur í stíl

Stundum þarf ekki annað til en að vera bara í stíl og dagurinn verður bjartur og skemmtilegur.😍🥰 Hér eru vinkonurnar Birna, Elín Magnea og Guðmunda hressar og kátar að venju.

Gáfu heimilinu fjölþjálfa

Lionsklúbburinn Njörður færði heimilinu rausnarlega gjöf á dögunum, fjölþjálfa sem fulltrúar klúbbsins færðu sjúkraþjálfuninni okkar hér í Ási. Fjölþjálfinn á eftir að koma sér vel og nýtast mörgum heimilismönnum. Lionsklúbbnum eru færðar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

Diskó í Ási

Diskóið var tekið með trompi í Ási nú í vikunni. Heimilismenn kunnu svo sannarlega að meta dansleikinn og það var öllu til tjaldað. Matsalurinn var skreyttur hátt og lágt og það var ekki bara tjúttað heldur tóku allir undir þegar gömlu góðu diskólögin ómuðu um salinn.

Heimilisfólk sýnir verk á bókasafni Hveragerðis

Nú stendur yfir myndlistarsýning nokkura heimilismanna og starfsmanna Áss í bókasafni Hveragerðis. Á sýningunni eru m.a. vatnslitamyndir, akrílmyndir, olíumyndir og ljósmyndir. Sýningin er öllum opin og stendur út maímánuð.

Púslað í gríð og erg

Það er alveg vinsælt að púsla í Ási... Hér er sko legið yfir einu og styttist í að hægt sé að byrja á nýju.

Útivera í góða veðrinu

Um að gera að nýta þessa dásamlegu daga til útivistar og það er svo sannarlega gert hér í Ási, Gönguferðir og jafnvel teygjuæfingarnar gerðar undir berum himni

Áhugaverður fundur

Páskabingó vel sótt

Fátt betur sótt hér í Ási en bingó og fyrir páskana eru vinningarnir skemmtilegir og þátttakan frábær.