11.09.2024
Border Collie/labrador blendingurinn Pongó er í hálfu starfi í sjúkraþjálfuninni í Ási. Hann mætir galvaskur snemma á morgnana og fer svo heim í hádeginu til að safna kröftum og hvíla lúin bein. Eigandi hans Christina Finke er sjúkraþjálfari í Ási og segir að allir elski Pongó og hann laði að sér fólk bæði unga sem aldna.
10.09.2024
Þær leyna á sér Christina Finke og Ása Sóley Svavarsdóttir sem vinna í sjúkraþjálfuninni í Ási. Þar er stór veggur sem var svo tómlegur fannst Christinu og hún sá fyrir sér að skreyta hann með einhverju hlýlegu og fallegu.
Hún rakst á þetta dásamlega tré á netinu og hún og Ása notuðu skjávarpa til að koma því á vegginn.
Þær teiknuðu útlínurnar á vegginn. Síðan kom Christina eitt kvöldið í vinnuna og málaði.
Í gær var opið hús hjá sjúkraþjálfuninni og þá var heimilisfólkið hvatt til að skreyta tréð með fallegum orðum.
Frábær hugmynd og enn betra að koma henni í framkvæmd. Ekkert smá flott.
20.08.2024
Það lögðu allir sitt af mörkum dagana fyrir Blómstrandi daga hér í Ási og föndruðu og skreyttu. Útkoman var skemmtileg og litrík. Kærar þakkir til allra sem lögðu leið sína í Ás á Blómstrandi dögum.
30.07.2024
Á mánudögum er boðið upp á gönguferðir hér í Ási og að þessu sinni var gengið á grasi. Blómin voru dásömuð, trén föðmuð og svo rætt um náttúruna og hamingjuna sem felst að geta verið innan um gróðurinn.
22.07.2024
Það var rigningarsúld nokkra daga í síðustu viku hér í Ási og þá var ákveðið að baka bara vöfflur og hafa það notalegt inni. Heimilisfólkið bakaði vöfflur eins og enginn væri morgundagurinn og margir runnu á lyktina og þáðu rjúkandi heitar vöfflur með sultu og rjóma. Síðan var bara púslað, prjónað og spjallað.
01.07.2024
Í síðustu viku fögnuðum við sumri í Ási og veðrið lék við okkur. Regína Ósk söng eins og engill, börnin fengu blöðrur og boðið var upp á allskyns afþreyingu. Léttar og sumarlegar veitingar glöddu viðstadda og allir sáttir með daginn.
28.06.2024
Það er verið að gera við hjúkrunarheimilið hér í Ási svo það var ákveðið að fara í lautarferð fyrir utan Vesturás í góða verðrinu. Nestinu var pakkað í poka og allir héldu af stað yfir götuna, loksins þegar sólin lét sjá sig.
25.06.2024
Það hefur ekki farið framhjá neinum sem leið á um Grundarheimilin að búið er að gróðursetja þúsundir plantna á heimilunum, í görðum, á svölum, við gangstíga og í sólstofum. Jónas Þór Sigurbjörnsson, garðyrkjustjóri Grundarehimilanna, segir að sáð hafi verið um fyrir um 10-11.000 sumarblómum, morgunfrúm, stjúpum, dalíum, tóbakshornum og svo mætti áfram telja. Auk þess segir Jónas að uppskeran sé ríkuleg af agúrkum og tómötum og kirsuberjatómötum og einnig er vex salat vel. Þegar búið er að fara með grænmetið í eldhús Grundarheimilanna gefst starfsfólki kostur á að kaupa á vægu verði agúrkur og tómata og það hefur mælst vel fyrir.
16.06.2024
Bara svo þið séuð með það alveg á hreinu þá eru það þessi fjögur fræknu sem pakka inn grænmetinu okkar í Ási og passa að það komist í eldhús Grundarheimilanna og í sölu í verslanirnar okkar þrjár. Frá vinstri Alyssa Rós, Rakel Rós, Siggi sæti og Viktor Berg.
14.06.2024
Það er alveg sérstök stemning í Ási þegar sumarblómin úr gróðurhúsunum koma á svæðið. Heimilisfólk kemur og velur sér sumarblóm í potta og ker og svo hjálpast starfsfólk og heimilisfólk að við gróðursetninguna