Boccia eykur hreyfigetu í efri hluta líkamans

Það var notalegt andrúmsloftið á Grund í vikunni þegar þær Anne og Guðbjörg buðu upp á boccia einn morguninn.
Boccia hefur fyrir löngu sannað gildi sitt. Leikurinn eykur hreyfigetu í höndum, örmum og efri hluta líkamans.
Boccia bætir samhæfingu og jafnvægi, jafnvel þegar setið er og hjálpar til við að viðhalda styrk og liðleika án álags.
Boccia þjálfar einbeitingu og stuðlar að því að halda heilanum virkum með taktík og útreikningum.