22.08.2025
Sumri var fagnað með hátíð hér á Grund nýlega. 🥰
Andlitsmálning, blaðrarinn sem bjó til fígúrur fyrir börnin, söngur og fallegir tónar, sumarlegar veitingar, en fyrst og fremst gleði og samvera.
Takk öll fyrir komuna. Þetta var frábær dagur.🌞
24.07.2025
Það er bryddað upp á ýmsu hér á Grund og í vikunni var haldið fjörugt blöðruball í hátíðasalnum.
Nokkur tími fór í að blása upp blöðrurnar en það var alveg þess virði. Frábært ball og allir skemmtu sér konunglega.
15.07.2025
Í blíðviðrinu í gær var notalegt að vera í sjúkraþjálfun utandyra. Ekki amalegt hér á Grund að gera liðkandi og styrkjandi æfingar í þessu dásamlega veðri.
15.07.2025
Það var svo sannarlega líf og fjör í portinu okkar í gær milli Grundar og Litlu Grundar enda veðurblíðan þar einstök þegar sólin skín.
Baddi mætti með gítarinn og heimlisfólk tók lagið og gæddi sér á ís. Þetta var notalegur dagur.
11.07.2025
Hún er þriggja og hálfs árs og heillar alla uppúr skónum. Salka er heimsóknarvinur á vegum Rauða krossins og ætlar að koma framvegis hálfsmánaðarlega með henni Ellu Rögnvaldsdóttur og gleðja okkur með nærveru sinni. 🐕
Við hér á Grund bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar og ef þið vitið um heimilismenn sem myndu vilja hitta Sölku þá endilega látið starfsfólkið ií iðjuþjálfun vita. Starfsstöð iðjuþjálfunar er á 3 hæð á Grund fyrir miðju hússins.
Salka er að fara í sumarfrí en kemur næst í hús 12. ágúst
13.06.2025
Það er gaman að segja frá því að fulltrúar frá Nói Síríus höfðu samband og spurðu hvort ekki mætti gleðja heimilisfólk Grundarheimilanna með konfekti á 17. júní. 🌰
Því var að sjálfsögðu vel tekið og í morgun fengu öll heimilin þrjú svona sendingu, Grund, Mörk og Ás.
Takk kærlega fyrir að hugsa svona fallega til okkar og hér verður sko boðið upp á konfekt með kaffinu á þjóðhátíðardaginn, þökk sé Nóa Síríus. 🇮🇸
06.06.2025
Gárarnir okkar hér á Grund hafa verið duglegir við að fjölga sér en nú eru síðustu ungarnir að flytja að heiman. Við höfum aðeins verið í vandræðum með kisu í hverfinu sem hefur haft augastað á ungunum en vonandi tekst okkur að verja þá fyrir henni.
Hann Jón Ólafur er að minnsta kosti alltaf á vaktinni og passar að það sé lokað inn í herbergið þeirra þegar hætta steðjar að.
Það er alltaf líf og fjör hér á Grund
12.05.2025
Karlakórinn Fóstbræður hefur svo áratugum skiptir komið árlega í heimsókn á Grund og haldið tónleika fyrir heimilismenn. Um áttatíu kjólfataklæddir herramenn mættu síðasta laugardag í hátíðasalinn með kórstjóranum sínum Árna Harðaundirtók í öllu húsinu. 😍
Ótrúlega magnað að fá þennan einstæða kór í heimsókn ár eftir ár sem hefur það eitt að markmiði að gleðja heimilisfólkið okkar. ❤️
Við erum full þakklætis og getum ekki beðið eftir að fá ykkur aftur í heimsókn. Takk fyrir einstaka tónleika og takk fyrir að gefa ykkur ár eftir ár tíma til að gleðja okkur.
09.05.2025
Það er ekki amalegt á Grund því í húsinu dvelja um þessar mundir þrír afburða góðir harmonikkuleikarar. 🥰
Þetta eru þeir Pétur Bjarnason, Reynir Jónasson og Jón Ólafur Þorsteinsson. Það skortir ekki glensinn og gamanið hjá þessum lífsglöðu köppum og þeir eru meira en til í að taka í nikkuna þegar svo ber undir.
08.05.2025
Séu hendur heimilismanna lúnar og þurrar þá er boðið upp á handavex í vinnustofu Grundar og hitadekur.
Á eftir er bara að skella sér í kúlustólinn og finna hlýjan faðm stólsins umvefja sig