11.08.2025
Það er alltaf vel mætt í sundleikfimina hjá honum Daða Reyni sjúkraþjálfara.
Daði býður upp á sundleikfimi í heilsulind Markar á mánudögum og föstudögum klukkan tíu og tímarnir standa yfir í hálftíma.
Ekki að undra að íbúar fjölmenni í sundleikfimina því Daði er frábær kennari.
08.08.2025
Aflinn, félag qi gong iðkenda færði samfélaginu í Mörk peningagjöf að upphæð ein milljón króna. Félagið hefur um árabil boðið upp á qi gong æfingar í Kaffi Mörk sem félagsmenn hafa nýtt sér sem og nokkrir íbúar hjá Íbúðum 60+.
Vonandi verður æfingafyrirkomulagið með svipuðum hætti um ókomin ár.
Fjármunirnir verða nýttir á einhvern hátt sem kemur íbúum íbúðanna og heimilismönnum hjúkrunarheimilisins sem best.
Er Aflanum innilega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf.
Á myndinni er Gísli Páll Pálsson, stjórnarformaður Grundarheimilanna, að taka við þessari rausnarlegu gjöf frá forsvarsmönnum félagsins Birni Bjarnasyni og Viðari H. Eiríkssyni.