Iceland Airwaves hátíðin sett á Grund

Í morgun var tónlistarhátíðin Iceland Airwaves að venju sett hér á Grund. Það er alltaf tilhlökkunarefni þegar líður að þessum degi enda ávallt frábærir listamenn sem koma fram. Heimilisfólk mætti á viðburðinn, leikskólabörn frá Tjarnarborg komu í heimsokn og svo komu gestir hátíðarinnar einnig í hátíðasalinn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, bauð gesti velkomna og bað forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur að setja hátíðina. Eftir að hún hafði flutt ávarp stigu listamenn á stokk, m.a. GDRN og Bríet og flutningur þeirra dásamlegur á þessum ljúfu lögum sem þær sungu. Hafið kæra þökk fyrir eftirminnilegan morgun og velkomin að ári Iceland Airwaves