Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

23.07.2024  |  Mörk

Buðu heimilisfólki á tónleika

Við fengum góða heimsókn til okkar í Mörk á dögunum. Það voru þær Vigdís Erla Davíðsdóttir píanóleikari og Hildur Luo Káradóttir gíarleikari sem buðu upp á tónleika., píanó og gítarleik. Dásamlegur tvíleikur sem þær buðu heimilismönnum að hlýða á. Takk kærlega fyrir þessa frábæru tónleika
22.07.2024  |  Ás

Vöfflubakstur í rigningarsúld

Það var rigningarsúld nokkra daga í síðustu viku hér í Ási og þá var ákveðið að baka bara vöfflur og hafa það notalegt inni. Heimilisfólkið bakaði vöfflur eins og enginn væri morgundagurinn og margir runnu á lyktina og þáðu rjúkandi heitar vöfflur með sultu og rjóma. Síðan var bara púslað, prjónað og spjallað.
21.07.2024  |  Mörk

Álfheimar hrepptu gullið

Það er hefð komin fyrir því að heimilin í Mörk keppi um fallegustu svalirnar. Síðustu vikurnar hafa starfsmenn og heimilismenn undirbúið svalirnar, sett niður sumarblóm í potta, ker og körfur og skreytt hátt og lágt. Sjálfan daginn þegar dómnefndin gekk um húsið var öllu til tjaldað. Dómnefndin átti erfitt verk fyrirhöndum en niðurstaðan var að Álfheimar fengu gullverðlaun, silfur kom í hlut Ljósheima og Miðbær fékk bronsverðlaunin
11.07.2024  |  Grund

Söngur í morgunstund

Söngkonan Hafdís Huld heimsótti okkur í morgunstund í gær og sagði heimilisfólkinu frá sér og söng nokkur lög. Við þökkum henni kærlega fyrir komuna. Sr. Pétur Þorsteinsson, sá sem stendur við gluggann á myndinni, er sá sem í viku hverri fær til okkar fólk í sjálfboðavinnu sem kemur og gleður heimilisfólkið okkar á einn eða annan hátt með einsöng, kórsöng, hljóðfæraleik, upplestri, dansi, fræðslu eða hugleiðslu svo dæmi séu tekin. Dásamlegt að finna hvað fólk er tilbúið að koma og gefa vinnu sína við að gleðja heimilisfólkið og veita því tilbreytingu.
08.07.2024  |  Mörk

Blómarósir í sól og blíðu

Þegar veðrið leikur við okkur eins og um helgina eru svalirnar frábær staður til að njóta sólar. Ekki skemmir fyrir að geta notið litskrúðugu blómanna sem prýða nú potta og ker á svölum heimilanna hér í Mörk. Í ár ræktuðum við í gróðurhúsunum okkar í Ási um 11.000 sumarblóm sem prýða nú svalir og garða Grundarheimilanna og Íbúða 60+.
05.07.2024  |  Grund

Strengjakvartett hélt tónleika í hátíðasal

Strengjakvartettinn Eyja hélt í gær tónleika í hátíðasal Grundar fyrir fullum sal. Það eru þær Sara Karin Kristinsdóttir, Elísabet Anna Dudziak, Diljá Finnsdóttir og Ágústa Bergrós Jakobsdóttir sem skipa kvartettinn. Þær komu á vegum Hins hússins og léku þjóðlagatónlist fyrir heimilismenn og tónlist með þjóðlegum áhrifum. Dásamlegir tónleikar og takk kærlega fyrir komuna
Grundarheimilin

Kynningarmyndband