Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

14.06.2024  |  Mörkin

Blóm fyrir blómaklúbbinn 60+

Blómaklúbbur Mörk 60+ fékk að sjálfsögðu líka blóm úr garðyrkjustöðinni í Ási. Þær Sigrún Hjartardóttir, Una Stefanía Sigurðardóttir, Aðalbjörg Ingvarsdóttir og Björg Skarphéðinsdóttir settu niður blóm við garðskálann með góðri hjálp frá Jónasi í Ási og sumarstarfsfólkinu.
14.06.2024  |  Mörkin

Blóm fyrir blómaklúbbinn 60+

Blómaklúbbur Mörk 60+ fékk að sjálfsögðu líka blóm úr garðyrkjustöðinni í Ási. Þær Sigrún Hjartardóttir, Una Stefanía Sigurðardóttir, Aðalbjörg Ingvarsdóttir og Björg Skarphéðinsdóttir settu niður blóm við garðskálann með góðri hjálp frá Jónasi í Ási og sumarstarfsfólkinu.
14.06.2024  |  Grund

Sumartónleikar á Grund

Árlegir sumartónleikar Grundar og Markarkórsins voru haldnir í hátíðasal heimilisins nú í vikunni. Það var vel mætt á þessa notalegu tónleika kóranna en þá skipar heimilisfólk á Grund og í Mörk sem og íbúar hjá Íbúðum 60+. Þá eru nokkrir starfsmenn einnig í kórunum og það má geta þess að aðstandendur eru einnig velkomnir. Kórastarfið hefst að nýju í haust.
14.06.2024  |  Ás

Sumarið er komið í Ási

Það er alveg sérstök stemning í Ási þegar sumarblómin úr gróðurhúsunum koma á svæðið. Heimilisfólk kemur og velur sér sumarblóm í potta og ker og svo hjálpast starfsfólk og heimilisfólk að við gróðursetninguna
12.06.2024  |  Ás

Nýbakaðar vöfflur með kaffinu

Sumir dagar eru aðeins betri en aðrir og þannig var það nú nýlega þegar skellt var í vöfflur og heimilismönnum boðið til veislu. Það er alveg sérstök stemmning sem fylgir þegar boðið er upp á nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma.
12.06.2024  |  Ás

Vinkonur í stíl

Stundum þarf ekki annað til en að vera bara í stíl og dagurinn verður bjartur og skemmtilegur.😍🥰 Hér eru vinkonurnar Birna, Elín Magnea og Guðmunda hressar og kátar að venju.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband