Grundarkórinn

Á Grund er starfandi kór, Grundarkórinn. Í kórnum eru heimilismenn, starfsfólk og þeir aðstandendur og velunnarar heimilisins sem vilja. Þessi vinsæli kór hefur verið starfræktur í mörg ár og Kristín Waage verið kórstjóri frá upphafi. Kórinn hefur heimsótt önnur heimili með tónleika og einnig haldið tónleika á stórhátíðum og við ýmis tækifæri. Áhugasamir hafi samband við Kristínu Waage eða sr. Auði Ingu Einarsdóttur. Netföngin þeirra eru kristin@grund.is og audur@grund.is