Fréttir

Sumartónleikar á Grund

Árlegir sumartónleikar Grundar og Markarkórsins voru haldnir í hátíðasal heimilisins nú í vikunni. Það var vel mætt á þessa notalegu tónleika kóranna en þá skipar heimilisfólk á Grund og í Mörk sem og íbúar hjá Íbúðum 60+. Þá eru nokkrir starfsmenn einnig í kórunum og það má geta þess að aðstandendur eru einnig velkomnir. Kórastarfið hefst að nýju í haust.

Heimildarmynd eftir starfsmann Grundar

Heimildarmynd sem starfsmaður Grundar og kvikmyndagerðarkonan, Yrsa Þurí Roca Fannberg, á heiðurinn af. Það verður spennandi að sjá hana þegar hún kemur af klippiborðinu og úr hljóðvinnslu.

Síðasti dansleikur fyrir sumarfrí

Síðasti dansleikurinn fyrir sumarfrí var haldinn í hátíðasalnum í lok síðustu viku. Grundarbandið okkar vinsæla lék að venju fyrir dansi. Það er dásamlegt að sjá hvað margir mæta á dansleikina nú orðið og alltaf sérstaklega ánægjulegt þegar aðstandendur mæta til að dansa við fólkið sitt. Það jafnast nefnilega enginn á við nánustu ættingja í augum heimilisfólksins.

Diskó í hátíðasalnum

Diskó, diskó friskó er viðlagið í einu þekktu diskólagi sem eflaust hljómaði á diskótekinu sem haldið var í hátíðasal Grundar í síðustu viku. Það var létt og kátt andrúmsloftið og margir sungu með hástöfum þegar Abba hljómaði í salnum. Það voru allir á einu máli um að það yrði stutt í næsta diskó.

Fóstbræður sungu fyrir heimilisfólk Grundar

Karlakórinn Fóstbræður kom í sína óviðjafnanlegu heimsókn hingað á Grund um síðustu helgi og hélt tónleika. Þetta var að venju mögnuð stund og húsið ómaði af þessum stórkostlega söng. Takk kæru Fóstbræður fyrir að muna alltaf eftir okkur hér á Grund, ár eftir ár.

Gömlu góðu dægurlögin

Það var föstudags"fílingur" á Litlu Grund rétt fyrir hádegið þegar þeir Jón Ólafur Þorsteinsson og Jose Luis Anderson Esquivel léku á harmonikku og gítar og sungu vinsæl gömul dægurlög. Það er nóg um tónlist á heimilinu í dag því eftir hádegi eru síðan tónleikar í hátíðasal heimilsins.

Mikið fjör í hátíðasal

Það var sérstaklega vel mætt á dansleikinn í hátíðasal Grundar þegar vinsæla Grundarbandið okkar kom og lék fyrir dansi nýlega. Starfsfólk dansaði með heimilisfólki og allir nutu stundarinnar.

Áhugaverður fundur

Peysufataklæddir nemendur mættu í heimsókn

Í áravís höfum við fengið til okkar skemmtilega vorboða í heimsókn, hóp nemenda frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Þeir koma árlega til okkar í tilefni af Peysufatadeginum.

Það eru að koma páskar

Það styttist í páska og allt tómstundastarf ber þess merki þessa dagana