18.09.2025
Yrsa Roca Fannberg hefur í mörg ár unnið við umönnun og sem sjúkraliði á Grund en hun er einnig kvikmyndaframleiðandi. Undanfarin ár hefur hún unnið að gerð myndarinnar Jörðin undir fótum okkar sem öll gerist hér á Grund. Heimilismenn eru aðalleikararnir og þeir eru á þriðja tug.
Myndin hlaut í gær aðalverðlaun dómnefndar á einni virtustu heimildamyndahátíð i Asíu sem haldin var í Suður_Kóreu. Það var Yrsa sem sjálf tók við verðlaununum. Myndin verður frumsýnd á Riff kvikmyndahátíðinni þann 2. október næstkomandi og sýnd síðan í Bíó Paradís frá 6. október. Heimilismenn Grundar fá tækifæri til að sjá myndina áður en hún fer í almenna sýning. Verður myndin sýnd þann 3. október í hátíðasal heimilisins.
Við óskum Yrsu hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.