Grasagarðshringur

4.5 km, 1 klst. miðað við 4.5 km/klst meðalgönguhraða.

Farið er frá bekknum við nr. 58 við Mörkina og á göngustíginn til vesturs milli nr. 60 og 62. Höldum í átt að „Marco“ og þaðan að „Baby Sam“. Förum upp tröppurnar sem koma í ljós vestan við „Baby Sam“, hérna megin við Skeiðarvog. Áfram er haldið, yfir Suðurlandsbrautina á göngustíginn við Suðurlandsbraut, fyrir neðan „Hafberg“. Nú fylgjum við honum til vesturs yfir Skeiðarvog og að Álfheimum. Förum yfir Álfheima við Glæsibæ (gangbrautin er við Gnoðavoginn)

Þegar við komum yfir Álfheima er gengið upp þá og framhjá 3. blokkinni á vinstri hönd, en þar kemur göngustígur niður á milli blokkanna og niður með norður gafli TBR hallanna. Þegar komið er niður fyrir TBR hallirnar er beygt inn í göngustíginn til hægri sem liggur niður í Laugardalinn, meðfram Fjölskyldugarðinum á vinstri hönd.

Þegar komið er niður að horni garðsins er skrifstofubygging Fjölskyldugarðsins á vintri hönd og þar kemur rampur meðfram ruslagámi sem við styttum okkur leið yfir og beygjum inn í göngustíginn til vnistri (Þétt trjágöng á báðar hliðar). Síðan förum við í gegnum vinsæl rjóður með bekkjum, þar sem mikið er um fólk á sólardögum í pikcnikk og við allskyns leiki. Farið er framjá styttunna hans Ásgríms „Móður Jörð“, sem er á vinstri hönd, og áfram að hringtorgi „spæleggi“. Þá er tekinngöngustígurinn norður Dalinn milli Húsdýragarðsins t.v. og Grasagarðsins t.h.. Göngum alla leið fyrir endann á grasgarðinum, langleiðina að þvottalaugunum og beygjum þar til hægri fyrir hornið á garðinum og svo inn um norður hliðið í Grasagarðinum.

Við förum til baka í gegnum Grasagarðinn endirlangann og ef fólk er rosalega göngumótt er ágætis „Klaffi Flóra“ á leiðinni þar sem hægt er að tylla sér niður og fá hressingu.
Frá Flóru er beygt til vinstri (en ef henni er sleppt þá beint áfram) og gengið út um suður endann á garðinum beint áfram eftir hliðið. Göngustígurinn skiptist eftir stuttan spotta í tvennt og er vinstrin hlutanum fylgt og þá erum við komin á sama göngustíginn í öndverða átt og höldum sömu leið heim og við komum.