Verslun

Í versluninni á Ási er starfrækt verslun sem er oft líkt við kaupfélag. Vöruúrvalið er fjölbreytt og sniðið að þörfum og óskum viðskiptavina. Það má m.a. nefna hreinlætis- og snyrtivörur fyrir hár, líkama og andlit. Fatnaður af ýmsu tagi er til sölu í versluninni, úrvalið er meira fyrir dömur en herra, náttföt og nærfatnaður fyrir dömur og herra ásamt góðu úrvali af sokkum m.a. fyrir einstaklinga sem eiga við krankleika að stríða í fótum. Handverk heimilismanna fæst þar einnig ásamt ýmiskonar slikkeríi og drykkjum .

Verslunarstjóri er Guðrún Helga Guðmundsdóttir, sími 480 2022

Verslunin er opin daglega kl. 11 - 14 alla virka daga.