Kaffi Mörk

Kaffi Mörk er í austurhúsum rétt við enda tengigangs sem liggur frá aðalanddyri hjúkrunarheimilisins til austurs. Skjólsæl og rúmgóð útistétt þar sem gott er að njóta veitinga í góðu veðri.

Kaffi Mörk selur rjúkandi kaffi, te, súkkulaði og gos ásamt gómsætu brauði og kökum yfir daginn. Í hádeginu er hægt að fá léttan hádegisverð. Opnunartími er þriðjudag til föstudags kl. 12-17 og um helgar frá kl. 13-17. Lokað á mánudögum. Síminn hjá Kaffi Mörk er 560-1910.