Dásamlegt samstarf

Það hefur verið gaman hér í Mörk að taka á móti frábærum nemendum frá Verslunarskóla Íslands. Hluti af náminu þeirra hefur verið að sinna ýmsu félagsstarfi með heimilisfólkinu okkar og óhætt að segja að það hafi verið kátína og gleði allt um lykjandi.😍 Nemendur buðu heimilisfólkinu til dæmis í karókí við mikinn fögnuð, farið var í félagsvist og svo síðast en ekki síst sló bingóið í gegn með glæsilegum vinningum.🥰 Vonandi verður framhald á þessu innihaldsríka og fallega samstarfi.