Verslun

Boggubúð svipar til kaupfélaganna hér áður fyrr, þar fæst sitt lítið af hverju.

  • Gosdrykkir, sætindi og nasl.
  • Nauðsynlegustu snyrtivörur, bæði fyrir dömur og herra.
  • Húfur, vetlingar og sokkar fyrir fullorðna og börn.
  • Fatnaður fyrir dömur og mjúkdýr fyrir barnabörnin.

Opnunartími Boggubúðar er 11.00 til 15.30 virka daga, lokað um helgar.

Kaupfélagsstjóri Boggubúðar er Ingunn Guðrún Árnadóttir.