Fréttir

1400 rjómabollur á Grundarheimilunum

Það var um miðja nótt sem Benedikt Sigurbjörnsson bakari í Ási og hans aðstoðarfólk byrjaði að setja á rjómabollur fyrir bolludag. Alls voru það um 1400 rjómabollur sem voru bornar fram á Grundarheimilunum þetta árið. Að venju var kátína með bakkelsið og bollurnar runnu ljúflega ofan í heimilisfólk Grundar, Markar og Áss, starfsfólkið og íbúa hjá Íbúðum 60+.

Gleðileg jól

Grundarheimilin óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Elín Hirst með upplestur

Elín Hirst kom síðasta föstudag í Kaffi Mörk og las upp úr nýjustu bók sinni, Afi minn stríðsfangi. Í bókinni rekur Elín sögu afa síns, hins þýska Karls Hirst, en sá var handtekinn af breska hernum þegar Bretar hernámu Ísland aðfaranótt 10. maí 1940. Takk kærlega fyrir komuna Elín.

Þröstur Ólafsson með upplestur fyrir íbúa 60+

Þröstur Ólafsson kom til okkar í Mörk í gær í vöfflukaffi íbúa 60+ og las upp úr bók sinni Horfinn heimur. Þröstur er fæddur á Húsavík og í bókinni lýsir hann hugljúfum heimi æskuslóðanna og lífsstarfi sínu. Þökkum við Þresti kærlega fyrir komuna.

Á annað þúsund rjómapönnukökur

Það hefur skapast sú hefð á Grundarheimilunum að bjóða upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti þann 1. desember og bjóða upp á rjómapönnukökur í eftirmat. Og þá er ekkert annað að gera en að bretta upp ermar eins og þær Rakel og Chutima gerðu og baka á sjö pönnum á annað þúsund pönnukökur. Geri aðrir betur.

Jólaglögg fyrir íbúa 60+

Vöfflukaffi íbúa 60+ var með öðrum hætti síðasta mánudag. Vöfflurnar fengu smá pásu en í staðinn var boðið upp á jólaglögg, smákökur og konfekt. Við áttum góða samverustund, horfðum og hlustuðum á Jólagesti Björgvins á tjaldinu og komum okkur í jólagírinn.

Rauður dagur í Mörk 60+

Hér í Mörk var tekið fagnandi á móti desember. Föstudaginn 1. desember voru allir hvattir til að klæðast einhverju rauðu og í hádeginu var boðið upp á hangikjöt og meðlæti og í eftirrétt voru pönnukökur með rjóma. Vertu velkominn desember.

Seríur og kransar komnir upp

Í nóvember byrjuðum við í Mörk að undirbúa jólin. Húsvörðurinn setti upp seríu á tréð við húsið í bílastæðaportinu og ræstingin hengdi upp jólakransa með seríum á göngum. Það þarf ekki mikið til að fá hlýleika og birtu þegar dimmt er úti. Nú er desember að ganga í garð og þá munu jólatré vera sett upp og meira jólaskraut.

Tónleikar með Stórsveit Íslands

Síðasta miðvikudagskvöld voru tónleikar fyrir íbúa 60+ með Stórsveit Íslands. Stórsveit Íslands ásamt söngvurum léku íslenskt bítl (frá árunum 1962-1977). Lögin voru útsett af Þórði Baldurssyni og voru söngvararnir Vigga Ásgeirsdóttir, Ari Jónsson og Davíð Ólafsson. Á tónleikunum fengu íbúar að heyra tónlist frá upphafsárum íslenskrar bítlatónlistar í stórsveita stíl. Þökkum við kærlega fyrir frábæra kvöldstund.

Bleiki dagurinn Mörk 60+

Haldið var upp á bleika daginn hérna í Mörk síðasta föstudag. Íbúar og starfsmenn voru hvattir til að klæðast bleiku eða bera bleiku slaufuna til að sýna konum sem greinst hafa með krabbamein stuðning og samstöðu. Það var gaman að sjá hve margir tóku þátt í deginum.