Dásamlegur morgun í Heilsulind Markar

Það eru notalegir föstudagsmorgnarnir í Heilsulind Markar.
Sundleikfimin er vel sótt.
 
Mörgum finnst alveg nauðsynlegt að skella sér fyrir eða eftir leikfimina í heita pottinn og kryfja heimsmálin og annað sem á hugann sækir.
Laila, sem er "húsmóðirin" í Heilsulind Markar bíður svo með bros á vör þegar komið er úr sundinu og býður upp á ferska ávexti, kaffi og konfekt.
 
Og auðvitað er haldið áfram að spjalla um lífið og tilveruna.