Um íbúðirnar

Engar íbúðir eru lausar sem stendur hjá Íbúðum 60+ í Mörkinni en við hvetjum áhugasama til að skrá sig á biðlista og haft verður samband þegar að úthlutun kemur

Fyrirkomulag:

Íbúar greiða 30% eignarhluta af íbúðarverði ásamt því að greiða mánaðarlega afnotagjald (leigu) fyrir 70% sem er í eigu félagsins.

Verðmæti 30% íbúðarhluta íbúa verðbætist miðað við byggingavísitölu, afskrifast um 2% á ári og er endurgreiddur að samningstíma loknum. Samningarnir eru ótímabundnir og uppsegjanlegir með þriggja mánaða fyrirvara. Ekki er hægt að kaupa hærri hlut en 30%.

Greiðslur vegna afnota (leigu) af húsnæði og bílastæðum hækka í takt við breytingar á neysluverðsvísitölu.

Innifalið í hússjóði er hiti og rafmagn í sameign og hiti í íbúð ásamt fasteignagjöldum og brunatryggingu, húsvörslu, umhirðu lóða og fasteigna.

Íbúar greiða sjálfir fyrir rafmagnsnotkun í sinni íbúð skv. mæli, innbústryggingu og nettengingu.

Hægt að skoða teikningar og helstu upplýsingar hér á heimasíðunni.

 

Skrifstofa íbúða 60+ í Mörkinni er opin alla virka daga milli kl. 9 og 14. Endilega hafðu samband ef þú hefur fleiri spurningar eða ef þú vilt skrá þig á biðlista með því að senda okkur tölvupóst á morkin@morkin.is eða hringja í síma 560-1901.