Eden hugmyndafræðin

Grundarheimilin Grund, Ás og Mörk hafa Eden hugmyndafræðina að leiðarljósi við umönnun.

Eden Alternative® hugmyndafræðin hóf vegferð sína upp úr 1990 sem þriggja ára þróunarverkefni til að bæta gæði umönnunar og þjónustu við einstaklinga sem voru með heilabilun og bjuggu á Chase Memorial hjúkrunarheimilinu í New York.

Unnið var með að breyta stofnanamenningu hjúkrunarheimilisins í heimili sem iðaði af lífi innan um blóm, plöntur, dýr og börn.

Dr. Bill Thomas ásamt konu sinni Judith Meyer Thomas, hófu þessa umbreytingu og stofnuðu síðan Eden Alternative® samtökin 1994.

Áhersla var og er enn á að vinna gegn einmanaleika, vanmætti og leiða hjá fólki sem býr á hjúkrunarheimilum.

Frá 1994 hefur Eden þróast í takt við nýja þekkingu og með nýju fólki. Stefnan hefur breiðst út fyrir Bandaríkin. Helstu samstarfsaðilar samtakanna á Íslandi eru Eden í Danmörku og héldu þær fyrstu Eden námskeiðin á Íslandi.

Fyrsta námskeiðið var haldið á Akureyri 2008. Eftir námskeiðið hófu Grundarheimilin að innleiða Eden og prófsteinninn var Bæjarás í Ási, þá Mörk hjúkrunarheimili, Ás og svo stendur innleiðing Eden yfir á Grund nú árið 2024. 

Með Eden stefnuna að leiðarljósi er leitast við að þróa persónumiðaða umönnun og þjónustu með áherslu á að vinna gegn einmanaleika, vanmætti og leiða. Til að markvisst sé spornað við einmanaleika, vanmætti og leiða er áhersla lögð á fræðslu til starfsfólks um aðferðir og viðhorf sem miða að því að mæta hverjum og einum.

Mikil áhersla er lögð á að starfsfólk kynni sér lífssögu heimilismanna. Aðstandendur aðstoða við að koma lífssögunni á framfæri og öll samvinna við aðstandendur mikilvæg.

Áhersla er lögð á nánd, samveru, stuðning og gleði. Ekki bara stuðning við grunnþarfir heldur einnig innihaldrík samskipti og gengið út frá því að hver og ein manneskja sé sérstök.

Eden byggir á því viðhorfi að einstaklingurinn vaxi og þroskist alla ævi og þurfi að skapa þeim sem búa við heilsubrest og færniskerðingu tækifæri til að þroskast. Það er lykilatriði að heimilismaður finni að hann eigi möguleika á að vera virkur þátttakandi í samfélaginu, njóta virðingar og viðurkenningar.

Nafnið Eden varð fyrir valinu sem tákn um gróskumikið umhverfi þar sem hægt er að lifa margbreytilegu lífi. Orðið „Alternative“ fylgir á eftir Eden sem tákn um annað sem getur komið í staðinn fyrir það sem er ef við viljum bæta og breyta í takt við nýja menningu, nýja kynslóð og nýja þekkingu.  

Hér fylgja grunnreglurnar tíu sem unnið er eftir og einnig vellíðunarlyklar sem notaðir eru í daglegu starfi með heimilisfólki.

Eden snýst um virðingu, mannlega reisn, innihaldsríkt daglegt líf, vellíðan og vinnugleði.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu samtakanna sem er

https://edenalticeland.org/

https://edenalticeland.org/eden-vellidunarlyklarnir/

https://edenalticeland.org/grunnreglurnar/