Saga Markar

Hjúkrunarheimilið Mörk var opnað í ágúst árið 2010 en Félags - og tryggingamálaráðuneytið undirritaði samning við dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund um rekstur þessa nýja og glæsilega hjúkrunarheimilis. Fyrstu heimilismennirnir sem komu frá Vífilsstöðum fluttu inn þann 15. ágúst 2010 og í kjölfarið flutti inn heimilisfólk frá Víðinesi. Heimilið er fyrir 113 heimilismenn sem búa tíu saman á ellefu notalegum heimilum. Stuðst er við Eden hugmyndafræðina við rekstur heimilisins. Við hlið hjúkrunarheimilisins eru 152 glæsilegar þjónustuíbúðir og geta íbúar sótt sér ýmsa þjónustu á hjúkrunarheimilið. Nánar um þjónustuíbúðirnar á www.morkin.is