Fréttir

Konuklúbburinn skellti sér á kaffihús

Konuklúbbur Markarinnar ákvað að gera sér glaðan dag og skellti sér á kaffihúsið Kaffi Mörk. Þar var boðið upp á dýrindis tertur og kaffi og skálað í Baileys.

Öskudagsgleði

Heimilismenn ásamt starfsmönnum Markar slógu köttinn úr tunnunni og skemmtu sér stórkostlega. Eins og sjá má á myndum var enginn lognmolla yfir fólki og vel tekið á því. Að launum fengu allir glaðning.

Bóndadagurinn í Mörk

Þegar bóndadagur rann upp sl. föstudag sigldi þorraskipið inn í Mörk

Nýárskveðja

Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Hugheilar kveðjur. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.

Bólusetning gengur vel

Bólusetningin gengur vel og það er létt andrúmsloftið á heimilinu. Dregnir eru fram konfektkassar og flestir brosa bara hringinn í dag.

Heimilismenn í Mörk bólusettir í dag

Fólk fékk gæsahúð og jafnvel tárvot augu þegar lögreglan birtist hér í morgun með bóluefni.

Hátíðaguðsþjónusta aðfangadag

Mörk fær endurnýjun Eden vottunar

Í gær fékk Mörk hjúkrunarheimili endurnýjun á skráningu og vottun sem Eden heimili.

Glaumbær vann piparkökuhúsasamkeppnina

Verðlaunin í piparkökuhúsasamkepninni í Mörk voru veitt í dag.

Skreytt í anddyri Markar

Heimilisfólk og starfsfólk Markar skreytti jólatréð í gær og raðaði saman jólaföndri síðustu vikna í þessa líka fallegu jólabjöllu.