26.02.2021
Konuklúbbur Markarinnar ákvað að gera sér glaðan dag og skellti sér á kaffihúsið Kaffi Mörk. Þar var boðið upp á dýrindis tertur og kaffi og skálað í Baileys.
19.02.2021
Heimilismenn ásamt starfsmönnum Markar slógu köttinn úr tunnunni og skemmtu sér stórkostlega. Eins og sjá má á myndum var enginn lognmolla yfir fólki og vel tekið á því. Að launum fengu allir glaðning.
25.01.2021
Þegar bóndadagur rann upp sl. föstudag sigldi þorraskipið inn í Mörk
06.01.2021
Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið.
Við horfum bjartsýn til nýs árs.
Hugheilar kveðjur.
Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.
30.12.2020
Bólusetningin gengur vel og það er létt andrúmsloftið á heimilinu. Dregnir eru fram konfektkassar og flestir brosa bara hringinn í dag.
30.12.2020
Fólk fékk gæsahúð og jafnvel tárvot augu þegar lögreglan birtist hér í morgun með bóluefni.
18.12.2020
Í gær fékk Mörk hjúkrunarheimili endurnýjun á skráningu og vottun sem Eden heimili.
16.12.2020
Verðlaunin í piparkökuhúsasamkepninni í Mörk voru veitt í dag.
09.12.2020
Heimilisfólk og starfsfólk Markar skreytti jólatréð í gær og raðaði saman jólaföndri síðustu vikna í þessa líka fallegu jólabjöllu.