Fréttir

Gleðistund þegar Kristján kemur í heimsókn

Kristján Sigurðsson kom reglulega á aðra hæð í Mörk þegar tengdamóðir hans Lára Þorstensdóttir var þar heimiliskona. Eftir að hún lést hefur hann haldið tryggð við hæðina og mætir oft til okkar með gítarinn og tekur lagið. Það eru sannkallaðar gleðistundir þegar Kristján kemur í heimsókn.

Bóndadagurinn í Mörk

Það var aldeilis huggulegt á 2. hæðinni í Mörk á bóndadaginn. Þorramaturinn rann ljúflega niður og andrúmsloftið að venju létt og notalegt.

Spjallað og bjástrað

Það þarf ekkert endilega skipulagða skemmtidagskrá til að brjóta upp daginn. Stundum nægir bara samvera og sumir kjósa að dunda sér á meðan við prjónaskap, mála kannski, teikna eða lesa. Svo gerir náttúrulega útslagið að fá heitan bakstur á axlirnar.

Þegar úti er hráslagalegt

Þegar veðrið er ekkert ýkja gott er yndislegt að hlusta á góða sögu og kannski kúra undir teppi líka. Svoleiðis stund á annarri hæðinni í Mörk.

Heimilismenn bólusettir

Kæru aðstandendur Heilbrigðisyfirvöld mæla með Covid örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma ef liðnir eru 4 mánuðir eða meira frá síðustu bólusetningu. Í janúar munum við bjóða þeim sem þar sem liðið er meira en 4 mánuðir frá síðustu bólsetningu upp á Covid örvunarbólusetningu. Við biðjum ykkur um að láta okkur vita eins fljótt og þið getið ef þið eruð alfarið á móti því að ykkar aðstandandi fái örvunarskammt. Best að láta viðkomandi deildarstjóra vita eða senda póst á sigridur@grund.is

Áramótamatseðill Grundarheimilanna 2022-2023

Samsöngur fyrir jólin

Rebekka efndi til samsöngs einn kaldan daginn á aðventu þar sem jólalögin voru sungin og henni til aðstoðar voru stórskemmtilegir jólaálfar. Það er svo notalegt þegar starfsfólkið bryddar upp á einhverju skemmtilegu eins og þessu. Takk Rebekka og jólaálfar.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Svona á þetta að vera

Það er jólakósý þennan morguninn. Sígilda jólamyndin HOME ALONE og makkarónur og súkkulaði. Hversu nettur morgun?