Sumarhátíð Markar

Það ríkti kátína í Mörk í síðustu viku þegar haldin var sumarhátíð í garðinum. Heimilisfólk og aðstandendur gerðu sér glaðan dag með ýmsum hætti. Barnabörnin og barnabarnabörnin  skemmtu sér í hoppukastala, boðið var upp á andlitsmálningu, sumir prófuðu púttvöllinn og svo bauð heimilisfólkið upp á ís í tilefni dagsins.