30.06.2021
Það ríkti kátína í Mörk í síðustu viku þegar haldin var sumarhátíð í garðinum.Heimilisfólk og aðstandendur gerðu sér glaðan dag með ýmsum hætti. Barnabörnin og barnabarnabörnin skemmtu sér í hoppukastala, boðið var upp á andlitsmálningu, sumir púttuðu og svo bauð heimilisfólkið upp á ís í tilefni dagsins.
10.06.2021
Hella heimilismaður var að fá þetta krútt sem herbergisfélaga. Hún heitir Naomi og er pínu feimin en alveg yndisleg.
03.06.2021
Í mai var haldið hjólanámskeið á vegum Hjólað óháð aldri. Ólafur eiginmaður Hönnu Maju hér í Mörk bauð eiginkonunni í skemmtilega hjólaferð í rigningunni.
María og Alda fóru einnig rúnt í garðinum.
Áhugasamir aðstandendur um hjólaferðir með heimilisfólki geta nálgast nánari upplýsingar hjá sjúkraþjálfuninni eða í vinnustofu heimilisins.
27.05.2021
Markarliðið í Hjólað í vinnuna lenti í 62.sæti í kílómetrakeppninni
Lið Markar hjólaði alls 47 daga og var heildarvegalengd hjá Mörkinni 738.8 km. Markarliðið skipuðu Ragnhildur, Sigríður og Guðrún sem eru á myndinni en á myndina vantar tvo liðsfélaga Líney og Einar.
27.04.2021
Stundum mætir Húni í vinnuna með Barböru Ösp Ómarsdóttur og þá er nú hátíð í bæ. Heimilisfólkið elskar Húna og það er svosem gagnkvæmt, hann kann sannarlega að meta athyglina sem hann fær frá heimilisfólki og sýnir sínar bestu hliðar.
22.04.2021
Heimilisfólkið í Mörk hefur unnið hörðum höndum að þessu fallega sumartré í vinnustofu iðjuþjálfunar. Við þökkum kærlega fyrir veturinn og förum brosandi inn í sumarið.
29.03.2021
Í síðustu viku var haldið páskabingó á öllum hæðum Markar. Eins og sjá má á myndunum var mikil stemning meðal heimilismanna. Vinningshafar voru að vonum hæstánægðir með vinningana sína og enginn fór tómhentur frá borði því allir fengu málsháttaregg.
24.03.2021
Páskastemningin er allsráðandi á vinnustofu Iðjuþjálfunar í Mörk. Flestir hafa áhuga á að þæfa lítil egg á greinar úr garðinum eða lita páskaegg.
16.03.2021
Karlaklúbburinn í Mörk brá sér á kaffihús þar sem kokkarnir buðu upp á dýrindis "smörrebrauð" að dönskum hætti og kökur ásamt því að skálað var í bjór. Það eru notaleg viðbrigði að geta á ný farið um húsið án þess að hafa miklar áhyggjur af Covid enda allir heimilismenn búnir að fá sprautu og starfsmennirnir fyrri sprautuna.