Páskaeggjabingó í Mörk

Í síðustu viku var haldið páskabingó á öllum hæðum Markar. Eins og sjá má á myndunum var mikil stemning meðal heimilismanna.  Vinningshafar voru að vonum hæstánægðir með vinningana sína og enginn fór tómhentur frá borði því allir fengu  málsháttaregg.