Fréttir

Bólusetning gengur vel

Bólusetningin gengur vel og það er létt andrúmsloftið á heimilinu. Dregnir eru fram konfektkassar og flestir brosa bara hringinn í dag.

Heimilismenn í Mörk bólusettir í dag

Fólk fékk gæsahúð og jafnvel tárvot augu þegar lögreglan birtist hér í morgun með bóluefni.

Hátíðaguðsþjónusta aðfangadag

Mörk fær endurnýjun Eden vottunar

Í gær fékk Mörk hjúkrunarheimili endurnýjun á skráningu og vottun sem Eden heimili.

Glaumbær vann piparkökuhúsasamkeppnina

Verðlaunin í piparkökuhúsasamkepninni í Mörk voru veitt í dag.

Skreytt í anddyri Markar

Heimilisfólk og starfsfólk Markar skreytti jólatréð í gær og raðaði saman jólaföndri síðustu vikna í þessa líka fallegu jólabjöllu.

Smákökuilmur um allt hús

Það er verið að baka á öllum hæðum Markar þessa dagana og verið að undirbúa komu jólanna

Jólabaksturinn kominn á fulla ferð í Mörk

Í síðustu viku var bakað á nokkrum hæðum í Mörk og smákökuilminn lagði um húsið. Á einu heimilinu var boðið upp á líkjör með bakstrinum sem mæltist mjög vel fyrir. Það verður jólalegra með hverjum deginum sem líður á heimilinum og miðað við Covid ástandið í þjóðfélaginu þá berum við okkur bara vel í Mörk.

Aðventuhátíð

Það var hátíðlegt á annarri hæð Markar í gær þegar haldin var aðventuhátíð. Sr. Auður Inga Einarsdóttir flutti hugvekju í kapellu heimilisins og síðan var haldið á aðra hæð þar sem dúkuð borð biðu og glæsilgar veitingar. Boðið var upp á heitt súkkulaði, sérrí og tertur. Margir klæddust rauðu í tilefni dagsins.

Gaf heimilinu sínu kaffistell

Sigrún Jóhannsdóttir heimiliskona í Miðbæ í Mörk gaf heimilinu sínu fallegt kaffistsell nýlega. Það er gamalt Kron stell sem hún erfði frá móður tengdamóður sinnar. Í talefni dagsins bakaði Arndís smákökur og hitaði súkkulaði sem þarf vart að taka fram að bragðaðist sérstaklega vel úr þessu fallega stelli. Allt verður betra þegar postulínið er svona fallegt