Fréttir

Sumarhátíð í Mörk

Heimilishundurinn Naomi

Hella heimilismaður var að fá þetta krútt sem herbergisfélaga. Hún heitir Naomi og er pínu feimin en alveg yndisleg.

Bauð frúnni í hjólatúr

Í mai var haldið hjólanámskeið á vegum Hjólað óháð aldri. Ólafur eiginmaður Hönnu Maju hér í Mörk bauð eiginkonunni í skemmtilega hjólaferð í rigningunni. María og Alda fóru einnig rúnt í garðinum. Áhugasamir aðstandendur um hjólaferðir með heimilisfólki geta nálgast nánari upplýsingar hjá sjúkraþjálfuninni eða í vinnustofu heimilisins.

Hjóluðu 739 kílómetra

Markarliðið í Hjólað í vinnuna lenti í 62.sæti í kílómetrakeppninni Lið Markar hjólaði alls 47 daga og var heildarvegalengd hjá Mörkinni 738.8 km. Markarliðið skipuðu Ragnhildur, Sigríður og Guðrún sem eru á myndinni en á myndina vantar tvo liðsfélaga Líney og Einar.

Húni mætir í vinnu

Stundum mætir Húni í vinnuna með Barböru Ösp Ómarsdóttur og þá er nú hátíð í bæ. Heimilisfólkið elskar Húna og það er svosem gagnkvæmt, hann kann sannarlega að meta athyglina sem hann fær frá heimilisfólki og sýnir sínar bestu hliðar.

Gleðilegt sumar

Heimilisfólkið í Mörk hefur unnið hörðum höndum að þessu fallega sumartré í vinnustofu iðjuþjálfunar. Við þökkum kærlega fyrir veturinn og förum brosandi inn í sumarið.

Páskaeggjabingó í Mörk

Í síðustu viku var haldið páskabingó á öllum hæðum Markar. Eins og sjá má á myndunum var mikil stemning meðal heimilismanna. Vinningshafar voru að vonum hæstánægðir með vinningana sína og enginn fór tómhentur frá borði því allir fengu málsháttaregg.

Það eru að koma páskar

Páskastemningin er allsráðandi á vinnustofu Iðjuþjálfunar í Mörk. Flestir hafa áhuga á að þæfa lítil egg á greinar úr garðinum eða lita páskaegg.

Karlaklúbbur Markar brá sér á kaffihús

Karlaklúbburinn í Mörk brá sér á kaffihús þar sem kokkarnir buðu upp á dýrindis "smörrebrauð" að dönskum hætti og kökur ásamt því að skálað var í bjór. Það eru notaleg viðbrigði að geta á ný farið um húsið án þess að hafa miklar áhyggjur af Covid enda allir heimilismenn búnir að fá sprautu og starfsmennirnir fyrri sprautuna.

Konuklúbburinn skellti sér á kaffihús

Konuklúbbur Markarinnar ákvað að gera sér glaðan dag og skellti sér á kaffihúsið Kaffi Mörk. Þar var boðið upp á dýrindis tertur og kaffi og skálað í Baileys.