Fréttir

Söngur og ís í sólinni

Nú þegar sólin er farin að skína þá lifnar allt við á skjólgóða svæðinu okkar fyrir framan Litlu og Minni Grund.

Gáfu Grund fimm loftdýnur

Thorvaldsenkonur komu fyrir nokkru færandi hendi hingað á Grund með fimm loftdýnur.

Sérstök ljósmyndasýning á Grund

Nú stendur yfir all sérstök ljósmyndasýning á fyrstu hæð Grundar. Um er að ræða ljósmyndapör. Kjartan Örn Júlíusson, sviðsstjóri öryggis og upplýsingatæknisviðs Grundar, tók nýju myndirnar en langafi hans Björn M. Arnórsson þær gömlu. Árið 2016 hélt Kjartan sýningu á myndunum og hluti ljósmyndaparanna er nú til sýnis á Grund.

Guðrún B Gísladóttir sæmd fálkaorðunni

Önnur orðuveit­ing árs­ins fór fram á Bessa­stöðum í dag, 17. júní. Fjórtán einstaklingar voru sæmd­ir fálka­orðunni að þessu sinni. Guðrún Birna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri Grundar, hlaut riddarakrossinn fyrir umönnun og þjónustu við aldraða.

Bökuðu 1.200 pönnukökur með bros á vör

Starfsfólk eldhúss Grundarheimilanna, sem vinnur í Ás,i mætti í Mörk í morgun og aðstoðaði í eldhúsinu, m.a. stóð það í ströngu við bakstur. Á morgun 17. júní verður nefnilega boðið upp á rjómapönnukökur með kaffinu. Til að allir geti nú gætt sér á þessum þjóðlegu kræsingum, þurfti í morgun að baka 1.200 pönnukökur. Á þjóðhátíðardaginn verður svo boðið upp á hangikjöt með öllu tilheyrandi í hádeginu og ístertu í eftirmat.

Allt að gerast í suðurgarði Grundar

Nágrannar okkar í vesturbænum taka eftir því að það er mikið um að vera í miðjum suðurgarði Grundar. Heimilismenn og aðstandendur hafa heldur ekki komist hjá því að sjá og heyra í framkvæmdunum sem nú eiga sér þar stað. Í garðinum á nú að rísa 100 fermetra kaffihús með skemmtilegu útisvæði, leiktækjum, göngustígum og fallegum gróðri. Hlynur Rúnarsson sviðsstjóri fasteigna Grundarheimilanna segir að uppgreftri sé nú að verða lokið og verið að klára lagnaskurð fyrir þær lagnir sem koma til og frá húsinu. Næst á að slá upp sökklum fyrir stoðveggi í kringum svæðið sem skilur að leiksvæði, rampa og gangstétt. Í næstu viku er áformað að moka ofan í sökklana og vinna í grunnlögnum. Kjartan Örn Júlíusson og Sigurlaug Bragadóttir hafa verið með myndavél á lofti í vinnunni og myndað framkvæmdirnar.

Vortónleikar Grundar og Markar kóranna

Kórar Grundar og Markar komu saman og héldu vortónleika í hátíðasal Grundar nýverið. Það er frábært að sjá hvað heimilisfólkið nýtur þess að syngja saman í kór og lagavalið endurspeglaði sumarið sem framundan er. Starfsfólk og velunnarar skipa einnig kóra heimilanna og aðstandendur eru hjartanlega velkomnir. Eftir tónleikana var kórunum boðið í kaffisamsæti. Kristín Waage er kórstjóri Grundar og Markar kóranna.

Velkomin á markað í dag

Við minnum á vormarkaðinn okkar sem verður opinn í dag, mánudaginn 22. maí. frá klukkan 11:00 til 15:00. Markaðurinn var opnaður fyrir helgi, síðasta föstudag og meðfylgjandi myndir voru teknar þá. Allur varningur er ókeypis en gott er að hafa með sér poka. Verið hjartanlega velkomin.

Óskilamunir á Grund

Vormarkaður á Grund