Fréttir

Hauststarf Grundarkórsins hafið

Grundarkórinn hóf nýlega sitt þrettánda starfsár. Kórinn er nokkuð sérstakur því í kórnum sameinast heimilisfólk og starfsfólk Grundar, auk þess sem aðstandendum heimilisfólks er velkomið að taka þátt. Svo hafa alltaf nokkrir einstaklingar utan úr bæ tekið þátt í starfinu, velunnarar kórsins.

Sumarhátíð á Grund

Það var kátt yfir mannskapnum þegar blásið var til sumarhátíðar á Grund. Afþví verið er að reisa kaffihús í suðurgarði heimilsins var hátíðin í portinu bakvið heimilið. Melónur, ís, gos, sætindi og flatkökur með hangikjöti var meðal þess sem boðið var uppá, Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og svo tróð stúlknabandið Tónafljóð upp og lék sígild gömul dægurlög sem allir gátu tekið undir með. Blaðrarinn var mættur og gladdi ungviðið og síðan var boðið upp á andlitsmálun líka. Flottur og sólríkur dagur hér á Grund og kæru aðstandendur, starfsfólk og kæru börn sem glödduð okkur í dag. Takk fyrir komuna. Það var gaman að fá ykkur í heimsókn. Heimilisfólk virtist alsælt með daginn.

Sumarhátíð á Grund

Gestir í morgunstund Grundar

Guðmundur Ingi Halldórsson var gestur okkar í morgunstund í gær hér á Grund. Hann lék nokkur lög fyrir heimilisfólk. Að venju var síðan boðið upp á léttar jógaæfingar. Jógakennarinn Shinde kemur í sjálfboðavinnu alla miðvikudaga og býður heimilismönnum upp á teygjuæfingar sem bæta líkamsgetu og auka vöðvastyrk. Einnig öndunaræfingar og æfingar fyrir andlegan styrk.

Þekkir þú áhugasaman hársnyrti?

Það skiptir heimiliskonur máli að hafa hársnyrtistofu hér á Grund, geta farið í klippingu, lagningu og blástur eða permanent ef svo ber undir en auðvitað þurfa herrarnir okkar líka að fara í klippingu. Hársnyrtirinn okkar er hættur störfum svo nú leitum við logandi ljósi að færum og áhugasömum hársnyrti.

Portið á Grund iðar af lífi

Þegar veðrið leikur við okkur eins og undanfarna daga iðar bakgarðurinn á Grund af lífi

Vinátta, hlýja og umhyggja

Það þarf í raun ekki að hafa nein orð um mynd eins og þessa. Hún lýsir vináttu, hlýju og umhyggju. Hlý hönd sem vermir kalda.❤️

Djass og upplestur í morgunstund

Á miðvikudögum koma ávallt góðir gestir í morgunstund og veita tilbreytingu í líf heimilisfólksins með ýmsum hætti.

Söngur og ís í sólinni

Nú þegar sólin er farin að skína þá lifnar allt við á skjólgóða svæðinu okkar fyrir framan Litlu og Minni Grund.

Gáfu Grund fimm loftdýnur

Thorvaldsenkonur komu fyrir nokkru færandi hendi hingað á Grund með fimm loftdýnur.