03.10.2024			
	
			Björg Sigurðardóttir ljósmóðir gladdi heimilisfólk með nærveru sinni í morgunstund í gær.  Hún sagði frá störfum sínum og veru í Grænlandi.  Það er stórkostlegt að upplifa hvað tónlistarfólk, rithöfundar, dansarar, fólk með áhugaverða sögu, fyrirlesarar og fræðimenn eru til í að koma í sjálfboðavinnu og deila með heimilisfólkinu okkar því sem það hefur fram að færa. Kærar þakkir öll sem gefið af tíma ykkar og veitið þannig tilbreytingu í líf fólksins okkar
	 
	
			
		
		
			
					11.09.2024			
	
			September er gulur mánuður þ.e.  hann er tileinkaður geðrækt og  sjálfsvígsforvörnum. Við á Grund vildum minna á málstaðinn og styðja við málefnið með því að klæðast gulu í gær
	 
	
			
		
		
			
					06.09.2024			
	
			Nýbakaðar vöfflur með rjóma og sultu eru dásamlegar en ilmurinn meðan á bakstri stendur er nefnilega ekkert síður dásamlegur. Nokkrar heimiliskonur voru meira en til í vöfflubakstur einn eftirmiðdaginn og þegar þær voru komnar af stað með baksturinn fór heimilisfólkið  að renna á lyktina og koma til að fylgjast með bakstrinum
	 
	
			
		
		
			
					29.08.2024			
	
			Það er gott að komast út undir bert loft þegar vel viðrar. Aðstandendur eru duglegir að bjóða fólkinu sínu í göngutúra og alltaf hægt, nú þegar haustar, að fá lánuð teppi í hjólastól ef heimilismaður þarf á að halda. Það er stutt í ísbúðina á Hagamel, á kaffihús, á svæðið vð Landakot og sumir arka niður að tjörn eða jafnvel niður að sjó. 
En stundum er líka bara gott að viðra sig í portinu hér á Grund og það gerðu heimilismenn um daginn þegar bocciatíminn var fluttur þangað.
	 
	
			
		
		
			
					28.08.2024			
	
			Félag fyrrum þjónandi presta sá um messuhald á Grund síðastliðinn sunnudag. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði og sr. Jón Þorsteinsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónuðu fyrir altari í tilefni af 50 ára vígsluafmæli þeirra. Félagar úr Grundarkórnum leiddu söng undir stjórn Kristínar Waage organista.
	 
	
			
		
		
			
					21.08.2024			
	
			Verslun Grundar hefur nú verið flutt að nýja kaffihúsinu og er hún opin alla virka daga frá klukkan 12.30-15.30 eða þar til kaffihúsið verður opnað. 
 Kaffihúsið er í raun tilbúið en þessar vikurnar standa yfir leyfisveitingar og lokaúttektir og er beðið eftir að öll tilskilin leyfi séu komin.  Vonandi á næstu vikum. 
Það ríkir mikil eftirvænting meðal allra hér í húsinu og aðstandendur hafa einnig sýnt kaffihúsinu áhuga svo það verður gaman þegar loksins verður hægt að opna dyrnar fyrir kaffihúsagestum.
Á meðfylgjandi mynd er fyrsti viðskiptavinurinn, starfsmaðurinn Rúnar, að kaupa sér orkudrykk hjá henni Rut  í nýja verslunarhúsnæðinu.
	 
	
			
		
		
			
					11.07.2024			
	
			Söngkonan Hafdís Huld heimsótti okkur í morgunstund í gær og sagði heimilisfólkinu frá  sér og söng nokkur lög. Við þökkum henni kærlega fyrir komuna.
 Sr. Pétur Þorsteinsson, sá sem stendur við gluggann á myndinni, er sá sem í viku hverri fær til okkar fólk í sjálfboðavinnu sem kemur og gleður heimilisfólkið okkar á einn eða annan hátt með einsöng,  kórsöng, hljóðfæraleik, upplestri, dansi, fræðslu eða hugleiðslu svo dæmi séu tekin.  Dásamlegt að finna hvað fólk er tilbúið að koma og gefa vinnu sína við að gleðja heimilisfólkið og veita því tilbreytingu.
	 
	
			
		
		
			
					05.07.2024			
	
			Strengjakvartettinn Eyja hélt í gær tónleika í hátíðasal Grundar fyrir fullum sal. Það eru þær Sara Karin Kristinsdóttir, Elísabet Anna Dudziak, Diljá Finnsdóttir og Ágústa Bergrós Jakobsdóttir sem skipa kvartettinn. Þær komu á vegum Hins hússins og léku þjóðlagatónlist fyrir heimilismenn og tónlist með þjóðlegum áhrifum. Dásamlegir tónleikar og takk kærlega fyrir komuna
	 
	
			
		
		
			
					25.06.2024			
	
			Það hefur ekki farið framhjá neinum sem leið á um Grundarheimilin að búið er að gróðursetja þúsundir plantna á heimilunum, í görðum, á svölum, við gangstíga og í sólstofum. Jónas Þór Sigurbjörnsson, garðyrkjustjóri Grundarehimilanna, segir að sáð hafi verið um fyrir um 10-11.000 sumarblómum, morgunfrúm, stjúpum, dalíum, tóbakshornum og svo mætti áfram telja.  Auk þess segir Jónas að uppskeran sé ríkuleg af agúrkum og tómötum og kirsuberjatómötum og einnig er vex salat vel. Þegar búið er að fara með grænmetið í eldhús Grundarheimilanna gefst starfsfólki kostur á að kaupa á vægu verði agúrkur og tómata og það hefur mælst vel fyrir. 
	 
	
			
		
		
			
					16.06.2024			
	
			Bara svo þið séuð með það alveg á hreinu þá eru það þessi fjögur fræknu sem pakka inn grænmetinu okkar í Ási og passa að það komist í eldhús Grundarheimilanna og í sölu í verslanirnar okkar þrjár.  Frá vinstri Alyssa Rós, Rakel Rós, Siggi sæti og Viktor Berg.