Fóstbræður sungu fyrir heimilisfólk Grundar

Karlakórinn Fóstbræður kom í sína óviðjafnanlegu heimsókn hingað á Grund um síðustu helgi og hélt tónleika. Þetta var að venju mögnuð stund og húsið ómaði af þessum stórkostlega söng. Takk kæru Fóstbræður fyrir að muna alltaf eftir okkur hér á Grund, ár eftir ár.