Mikið fjör í hátíðasal

Það var sérstaklega vel mætt á dansleikinn í hátíðasal Grundar þegar vinsæla Grundarbandið okkar kom og lék fyrir dansi nýlega. Starfsfólk dansaði með heimilisfólki og allir nutu stundarinnar.Það er gott að nota tækifærið og benda á að við bjóðum aðstandendur velkomna á alla viðburði og það er örugglega gefandi að leiða foreldri sitt á dansgóflið eða ömmu og afa. Því þó að starfsfólkið sé dásamlegt og veiti skemmtilegan félagsskap þá kemur enginn í staðinn fyrir dóttur, son eða barnabarn.