Sumartónleikar á Grund

Árlegir sumartónleikar Grundar og Markarkórsins voru haldnir í hátíðasal heimilisins nú í vikunni. Það var vel mætt á þessa notalegu tónleika kóranna en þá skipar heimilisfólk á Grund og í Mörk sem og íbúar hjá Íbúðum 60+. Þá eru nokkrir starfsmenn einnig í kórunum og það má geta þess að aðstandendur eru einnig velkomnir. Kórastarfið hefst að nýju í haust.