Gömlu góðu dægurlögin

Það var föstudags"fílingur" á Litlu Grund rétt fyrir hádegið þegar þeir Jón Ólafur Þorsteinsson og Jose Luis Anderson Esquivel léku á harmonikku og gítar og sungu vinsæl gömul dægurlög. Það er nóg um tónlist á heimilinu í dag því eftir hádegi eru síðan tónleikar í hátíðasal heimilsins.