Fréttir

Sumarhátíð í Mörk

Sumarhátíðin í Mörk var haldin í síðustu viku í ekta íslenskum stormi og rigningu! Létum veðrið alls ekki stoppa okkur þar sem við erum alltaf með sól í hjarta Regína Ósk og Svenni komu, spiluðu á gítar og sungu. Þau hjónin geisluðu af gleði og skemmtu okkur af sinni einskæru snilld. Andlitsmálun Ingunnar kom einnig og allir sem vildu fengu andlitsmálun og vá hvað hún er flink að mála og nota glimmer. Blaðrarinn kom líka til okkar og sýndi listir sínar með blöðrur og gerði alls konar fígúrur fyrir okkur, fiðrildi og sverð voru mjög vinsæl. Dásamlegar veitingar voru bornar á borð og enginn fór svangur heim. Takk allir sem komu og glöddust með okkur, þetta var dásemdar dagur

Sumarhátíð Markar

Sumarhátíð Markar

Kæru, heimilismenn og aðstandendur Við blásum til sumarhátíðar í Mörk miðvikudaginn 17. ágúst næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar í auglýsingu. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Hinsegin dögum fagnað á Grundarheimilunum

Það var mikið um dýrðir á öllum heimilumum þremur þegar fjölbreytileikanum var fagnað. Fræðsla og fjör og svo var skreytt, fánar dregnir að húni og meira að segja kökurnar litskrúðugar.

Skemmtileg heimsókn í Mörk

Stundum fáum við einstaklega skemmtilega gesti í heimsókn og þannig var það þegar Fífill litli gæsastrákur kom í heimsókn á 2. hæð Markar fyrir nokkru. Hann hlaut hlýjar móttökur og komst svo á dásamlegt heimili á Mýrunum en ekki fyrr en eftir að hafa heilsað upp á heimilismenn og þegið strokur og góðan viðurgjörning.

Uppskeruhátíð hjá kórum Grundarheimilanna

Nýverið var sannkölluð uppskeruhátíð hjá kórunum í Mörk og á Grund en kórarnir sameinuðust og héldu í vorferð. Ferðinni var heitið í Ás í Hveragerði þar sem sungið var fyrir heimilismenn og lífsins notið í sól og blíðu. Frábær ferð þar sem tónleikagestir nutu sem og kórarnir.

Grill og gaman

Einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu var blásið til grillveislu á þriðju hæðinni í Mörk. Andrúmsloftið dásamlegt og allir lögðust á eitt með að hafa daginn litríkan og skemmtilegan.

Niðurstöður þjónustukannana Grundarheimilanna

Hér meðfylgjandi eru niðurstöður úr þjónustkönnunum sem voru lagðar fyrir heimilsmenn og aðstandendur þeirra á öllum þremur Grundarheimilunum í janúar 2022. Þessi könnun byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra gæðastarf á heimilinu. Það er okkur mjög mikilvægt að fá að vita hvaða hluti við erum að gera vel en ekki síður hvar við getum bætt okkur. Vissulega vonuðumst við eftir meiri þátttöku en viljum við þakka kærlega öllum þeim sem tóku þátt.

Sumarsól í Mörk

Heimilisfólkið í Mörk hefur verið að búa til fallegt listaverk fyrir anddyrið. Páskaskreytingin vék fyrir þessari dásamlegu sumarsól. Frábær samvinna við að setja saman listaverkið, sem minnir á sumarið og tíðina sem í vændum er.

Páskaeggjabingóið í Mörk

Nokkrar myndir frá páskabingóinu okkar sem var haldið í Mörk fyrir nokkru. Mætingin var góð og það hefði mátt heyra saumnál detta, þvílík var einbeitingin. Heimilismenn voru ánægðir með vinningana eins og myndirnar bera með sér..