Sumarhátíð í Mörk

Sumarhátíðin í Mörk var haldin í síðustu viku í ekta íslenskum stormi og rigningu! Létum veðrið alls ekki stoppa okkur þar sem við erum alltaf með sól í hjarta 
Regína Ósk og Svenni komu, spiluðu á gítar og sungu. Þau hjónin geisluðu af gleði og skemmtu okkur af sinni einskæru snilld.
Andlitsmálun Ingunnar kom einnig og allir sem vildu fengu andlitsmálun og vá hvað hún er flink að mála og nota glimmer.
Blaðrarinn kom líka til okkar og sýndi listir sínar með blöðrur og gerði alls konar fígúrur fyrir okkur, fiðrildi og sverð voru mjög vinsæl.
Dásamlegar veitingar voru bornar á borð og enginn fór svangur heim.
Takk allir sem komu og glöddust með okkur, þetta var dásemdar dagur