Fréttir

Sumarhátíð í Mörk

Skelltu sér á kaffihús

Nokkrir heimilismenn og starfsfólk sem búa og starfa á 2. hæð í Mörk ákváðu að bregða undir sig betri fætinum í vikunni.

Smurbrauð getur verið lítið listaverk

Hún mætir hálftíu á morgnana á Kaffi Mörk og fer að undirbúa daginn. Lára Magnea Jónsdóttir er fjölhæf kona og á milli þess sem hún sést skjótast fram og til baka á kaffihúsinu vinnur hún við sitthvað annað. Oftast er það menningararfurinn sem á hug hennar og þá helst íslenskur útsaumur og gömul íslensk mynstur. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir fékk sér cappucino með Láru og forvitnaðist um þessa orkumiklu konu sem tekur á móti gestum kaffihússins í Mörk.

Hjól sem hægt er að fá að láni í Mörk

Við eigum forláta hjól í Mörk sem tilvalið er að nota í þessu veðri.

Miðbær hlaut gullverðlaun fyrir sínar svalir

Hér koma úrslit dómnefndar sem gekk um húsið á miðvikudag og valdi þær svalir sem bera af hér í Mörk.

Mikið á sig lagt til að heilla dómnefndina

Það var svo sannarlega sumarlegur blær yfir Mörk í gær þegar dómnefndin gekk um húsið og gaf svölum hússins stig...

Ýmislegt í boði í vinnustofunni

Það er verið að fást við ýmislegt í vinnustofunni á fyrstu hæð Markar. Stundum eru morgnarnir með rólegu yfirbragði, kveikt á kertum og boðið upp á handarvax og æfingar en öðrum stundum er verið að lesa, prjóna, teikna og lita, allt eftir því hvað hverjum og einum hugnast

Markmiðið að safna milljón fyrir heimilið mitt í Mörk

„Erfiðust var einveran því ég er svo mikil félagsvera“, segir Sigfríður Birna Sigmarsdóttir félags- og sjúkraliði í Mörk sem í vor hjólaði á rafhjóli 744 kílómetra á ellefu dögum, frá Roncesvalles til Santiago de Compostela á Spáni. „Við ætluðum upphaflega þrjú saman en hin hættu við. Það runnu á mig tvær grímur en ég varð að halda áfram því ég var búin að heita á heimilisfólkið mitt í Mörk og gat ekki farið að svíkja það“, segir hún. Byrjaði sex á morgnana Sigfríður sem alltaf er kölluð Siffa fékk þriggja mánaða frí frá vinnu bæði í Mörk og á Vogi þar sem hún starfar líka og svo hélt hún af stað í ferðlag.

Bökuðu 1.200 pönnukökur með bros á vör

Starfsfólk eldhúss Grundarheimilanna, sem vinnur í Ás,i mætti í Mörk í morgun og aðstoðaði í eldhúsinu, m.a. stóð það í ströngu við bakstur. Á morgun 17. júní verður nefnilega boðið upp á rjómapönnukökur með kaffinu. Til að allir geti nú gætt sér á þessum þjóðlegu kræsingum, þurfti í morgun að baka 1.200 pönnukökur. Á þjóðhátíðardaginn verður svo boðið upp á hangikjöt með öllu tilheyrandi í hádeginu og ístertu í eftirmat.

Vortónleikar Grundar og Markar kóranna

Kórar Grundar og Markar komu saman og héldu vortónleika í hátíðasal Grundar nýverið. Það er frábært að sjá hvað heimilisfólkið nýtur þess að syngja saman í kór og lagavalið endurspeglaði sumarið sem framundan er. Starfsfólk og velunnarar skipa einnig kóra heimilanna og aðstandendur eru hjartanlega velkomnir. Eftir tónleikana var kórunum boðið í kaffisamsæti. Kristín Waage er kórstjóri Grundar og Markar kóranna.