05.01.2024
Við hér í Mörk fengum í heimsókn dásamlega gesti á aðventunni
24.12.2023
Grundarheimilin óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
14.12.2023
Jólabiingó er alltaf vinsælt hér í Mörk og þannig var það líka þetta árið
12.12.2023
Nú er allt á fullu í undirbúningi hjá okkur í Mörk fyrir jóla og áramótahátíðarnar. Að ýmsu er að hyggja við undirbúninginn svo vel takist til á svo stóru heimili.
07.12.2023
Það voru margar litlar hendur sem aðstoðuðu heimilisfólk við að skreyta jólatréð í matsal Markar í morgun.
06.12.2023
Það hefur skapast sú hefð á Grundarheimilunum að bjóða upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti þann 1. desember og bjóða upp á rjómapönnukökur í eftirmat. Og þá er ekkert annað að gera en að bretta upp ermar eins og þær Rakel og Chutima gerðu og baka á sjö pönnum á annað þúsund pönnukökur. Geri aðrir betur.
30.11.2023
Í nóvember byrjuðum við í Mörk að undirbúa jólin. Húsvörðurinn setti upp seríu á tréð við húsið í bílastæðaportinu og ræstingin hengdi upp jólakransa með seríum á göngum. Það þarf ekki mikið til að fá hlýleika og birtu þegar dimmt er úti. Nú er desember að ganga í garð og þá munu jólatré vera sett upp og meira jólaskraut.
29.11.2023
Grundarheimilin og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2024-2026
Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2023-185419.)
Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is
frá og með 24.11..2023 kl 10:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Grundar, Hringbraut 50, 101 Reykjavík fyrir kl. 13:30, 21.12.2023 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.
17.11.2023
Það er alltaf líf og fjör í vinnustofunni okkar á fyrstu hæðinni í Mörk.
17.11.2023
Við notum hvert tækifæri sem gefst til að syngja saman