Fréttir

Fatamarkaður í Mörk

Síðastliðinn fimmtudag vorum við með fatamarkað í anddyri hjúkrunarheimilisins. Þar var fatnaður og annar varningur úr verslunum Grundarheimilanna til sölu á góðu verði. Margir gerðu sér ferð til að skoða, versla og spjalla og úr varð skemmtilegur dagur.

Gleðileg jól

Samkeppni um flottasta piparkökuhúsið

Undanfarin ár hefur verið efnt til skemmtilegrar samkeppni á Grundarheimilunum um flottasta piparkökuhúsið. Ekki endilega bara það hús sem er fallegast heldur tekið mið af allskonar þáttum eins og samvinnu heimilisfólks og starfsfólks, móttökum þegar dómnefnd mætti, veitingum og frumleika. Það ríkti eftirvænting þegar dómnefndin fór um Grundarheimilin og á öllum heimilum var henni tekið fagnandi. Peningaverðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin á öllum heimilunum þremur. Sjá fleiri myndir af húsunum á facebook síðum heimilanna.

Jólaball Markar

Jólaball Markar var haldið í gær fyrir heimilisfólk, íbúa 60+, starfsfólk, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Skjóða kom og sagði jólasögu ásamt jólasveinum og það var svo dansað og sungið í kringum jólatréð. Allir krakkar fengu í lokin jólanammi frá jólasveinunum. Takk allir fyrir komuna og skemmtilega jólastund.

Jólaglögg og jólatónar

Það styttist í aðventuna og við hér í Mörk hlökkum til að skreyta og undirbúa komu jólanna. 🌲 Þær Fanney jólaálfur og Rakel jólastrumpur þjófstörtuðu aðventunni með jólatónlist, dansi og glensi og færðu heimilunum jólaglögg🍷

Kosið í Mörk í dag

Minnum á að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis fer fram í sjúkraþjálfun á fyrstu hæð í Mörk í dag, mánudaginn 18. nóvember frá klukkan 15:00 til 18:00. Aðstandendur eru beðnir um að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa.

Öll Grundarheimilin eru nú Eden heimili

Í gær var Eden hringnum okkar lokað á Grund en þá fékk heimilið formlega viðurkenningu sem Eden heimili. Þar með eru öll Grundarheimilin þrjú orðin Eden heimili. 👏👏 Á sama tíma var endurnýjuð vottunin fyrir Mörk og Ás. Af þessu tilefni var boðið upp á marsípantertu með kaffinu á öllum heimilunum. Það var Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna, sem tók formlega við viðurkenningunni fyrir Grund frá Rannveigu Guðnadóttur forsvarsmanni Eden á Íslandi, https://edenalticeland.org/

Hrekkjavaka í Mörk

Hér í Mörk gerðum við okkur dagamun á hrekkjavöku, skreyttum hátt og lágt og skárum út skraut og grasker. Margir gengu skrefinu lengra og settu upp grímur eða fóru jafnvel í búning. Skemmtileg tilbreytni sem lífgar upp á lífið og tilveruna

Grundheimilin fengu þrjá kúlustóla að gjöf

Thorvaldsensfélagið gaf Grundarheimilunum nýlega frábæra gjöf, þrjá svokallaða kúlustóla sem koma með skammelum og fer einn stóll á hvert heimili, á Grund, í Mörk og í Ás. Vængir leggjast yfir herð og bringu og lítil grjón eru í hálsstuðningi. Stólarnir umvefja og bæta líkamsvitund, auka vellíðan og öryggiskennd. Þyngdin, þrýstingur og hreyfing frá kúlum örvar vöðvaskyn. Grundarheimilin þakka af alhug þessa rausnarlegu gjöf og þann hlýhug sem Thorvaldsensfélagið hefur sýnt Grundarheimilunum um árin. Á myndinni er Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna, að taka við stólunum frá fulltrúum Thorvaldsensfélagsins, Kristínu Fjólmundsdóttur og Dóru Garðarsdóttur. Sigrún Faulk, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Grund, situr í stólnum góða og sýnir hvernig hann virkar..... og gerir tilraun til að slaka á

Tónleikar á vegum Óperudaga

Síðasta föstudag fengum við að njóta yndislegra tónleika á vegum Óperudaga í Reykjavík. Þær Bryndís Guðjónsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari komu til okkar fluttu lög og ljóð eftir íslenskar konur. Dásamlegir tónleikar og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.