Fréttir

Kemur syngjandi í hús

Það er alltaf gleðilegt þegar Stefán Helgi Stefánsson kemur svífandi hingað í Mörk til að gleðja heimilisfólkið okkar með söng sínum. Hann kemur á vegum Elligleði sem hann og Margrét Sesselja Magnúsdóttir eru með saman og hefur það eitt að markmiði að gleðja aldraða með söng og þá sér í lagi þá sem komnir eru með minnissjúkdóma. Þau hafa verið með Elligleðina hátt á annan áratug og heimilin sem þau hafa heimsótt reglulega skipta mörgum tugum.

Fjögur fræknu og grænmetið í Ási

Bara svo þið séuð með það alveg á hreinu þá eru það þessi fjögur fræknu sem pakka inn grænmetinu okkar í Ási og passa að það komist í eldhús Grundarheimilanna og í sölu í verslanirnar okkar þrjár. Frá vinstri Alyssa Rós, Rakel Rós, Siggi sæti og Viktor Berg.

Sumarblóm á svalir

Starfsfólk og heimilisfólk á 2. hæð í Mörk lætur hráslagalegt veður ekki aftra sér frá að gróðursetja sumarblóm og gera svalirnar huggulegar fyrir sólríka og bjarta daga. Þessi litríku og fallegu blóm koma úr gróðurhúsi Grundarheimilanna í Ási í Hveragerði.

Heimilismenn skelltu sér á kaffihús

Það er ekki langt að fara á kaffihús Hjálpræðishersins, Kastalakaffi. þegar búið er á Mörk. Fyrir skömmu ákvað heimilisfólkið á Langholti, 4 hæð, að gera sér glaðan dag og skreppa þangað. Starfsfólk og heimilisfólk lögðu land undir fót og fengu sér göngutúr. Frábær tilbreyting og ljúffengar veitingar

Áhugaverður fundur

Diskó í Mörk

Það var fjör á diskótekinu í Mörk í gær

Viltu útbúa lífssögu fyrir mömmu eða ömmu?

Í dag var aðstandendum Grundarheimilanna boðið að koma í Mörk og kynna sér hvernig hægt er að gera lífssögu fyrir heimilismann.

Viltu útbúa lífssögu fyrir þinn aðstandanda?

Miðvikudaginn 20. mars klukkan 17:00 bjóðum við aðstandendum heimilisfólks á Grund, Mörk og í Ási að koma í matsal Markar á 1. hæð og fræðast um lífssöguna og mikilvægi hennar. Við bjóðum aðstandendum að gera lífssögu síns aðstandanda á veggspjald og útvegum það sem til þarf nema koma þarf með útprentaðar ljósmyndir af heimilismanni frá mismunandi aldursskeiðum.

Á fjórða tug starfsmanna á Eden námskeiði

Í vikunni lauk öðru Eden námskeiði vetrarins. Á fjórða tug starfsfólks Grundarheimilanna þriggja daga námskeið.

Starfsfólk fræðist um Eden hugmyndafræðina

Þessa dagana stendur yfir annað Eden námskeið ársins í hátíðasal Grundar en það sækja starfsmenn Grundarheimilanna.