Fréttir

Konukvöld

Í síðustu viku héldum við í fyrsta skipti konukvöld. Boðið var upp á konfekt og skálað í gleðidrykk. Þær Lilja, Súsanna, Edda, Bára og Sjöfn íbúar í 60+ ásamt Ástu á hárgreiðslustofunni voru með tískusýningu fyrir gesti með fötum úr verslunum Grundarheimilanna. Karl Óttar forstjóri kom og skenkti í glös hjá dömunum og Fanney iðjuþjálfi var kynnir kvöldsins. Mikil gleði og stuð og þökkum við fyrir skemmtilega kvöldstund.

Það koma til mín setningar sem verða að ljóðum

Þegar forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, var sett í embætti forseta Íslands flutti hún í lok ræðu sinnar ljóðið Leitum. Það sem færri vita kannski er að ljóðskáldið, Hólmfríður Sigurðardóttir, býr í Mörk. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir heimsótti Hólmfríði einn bjartan haustmorgun og spurði hvort hún væri til í að spjalla um ljóðin sín og leyfa mér að birta nokkur þeirra hér á heimasíðu Grundarheimilanna.

Lopapeysudagur á Grundarheimilunum

Það var haldinn lopapeysudagur á Grundarheimilunum síðastliðinn miðvikudag. Hér eru það starfsfólk og heimilisfólk á 2. hæð Markar sem skarta lopanum.

Buðu heimilisfólki á tónleika

Við fengum góða heimsókn til okkar í Mörk á dögunum. Það voru þær Vigdís Erla Davíðsdóttir píanóleikari og Hildur Luo Káradóttir gíarleikari sem buðu upp á tónleika., píanó og gítarleik. Dásamlegur tvíleikur sem þær buðu heimilismönnum að hlýða á. Takk kærlega fyrir þessa frábæru tónleika

Álfheimar hrepptu gullið

Það er hefð komin fyrir því að heimilin í Mörk keppi um fallegustu svalirnar. Síðustu vikurnar hafa starfsmenn og heimilismenn undirbúið svalirnar, sett niður sumarblóm í potta, ker og körfur og skreytt hátt og lágt. Sjálfan daginn þegar dómnefndin gekk um húsið var öllu til tjaldað. Dómnefndin átti erfitt verk fyrirhöndum en niðurstaðan var að Álfheimar fengu gullverðlaun, silfur kom í hlut Ljósheima og Miðbær fékk bronsverðlaunin

Blómarósir í sól og blíðu

Þegar veðrið leikur við okkur eins og um helgina eru svalirnar frábær staður til að njóta sólar. Ekki skemmir fyrir að geta notið litskrúðugu blómanna sem prýða nú potta og ker á svölum heimilanna hér í Mörk. Í ár ræktuðum við í gróðurhúsunum okkar í Ási um 11.000 sumarblóm sem prýða nú svalir og garða Grundarheimilanna og Íbúða 60+.

Heimilismenn skelltu sér á Kastalakaffihúsið

Það er stutt að fara á Kastalakaffihúsið héðan úr Mörk en veitir heimilisfólkinu okkar skemmtilega tilbreytingu. Fyrir skömmu gerðu heimilismenn sér glaðan dag og örkuðu yfir á kaffihúsið með aðstoð starfsfólks og aðstandenda. Yndisleg stund í góðum félagsskap.

Í veðurblíðunni

Stundum gefst tækifæri til að bjóða heimilismönnum að njóta veðurblíðunnar og bregða sér af bæ og þannig var það nýlega þegar Gréta, Margrét, Vera og Hólmfríður fóru í smá ævintýraferð

Sumarhátíð Markar

Fjölmenn sumarhátíð var haldin í Mörk í vikunni og mikið um dýrðir. Hoppukastali, andlitsmálning, Regína Ósk söngkona heillaði alla uppúr skónum með dásamlegum söng og svo var boðið upp á sumarlegar veitingar.

Um 11.000 sumarblóm á Grundarheimilin

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem leið á um Grundarheimilin að búið er að gróðursetja þúsundir plantna á heimilunum, í görðum, á svölum, við gangstíga og í sólstofum. Jónas Þór Sigurbjörnsson, garðyrkjustjóri Grundarehimilanna, segir að sáð hafi verið um fyrir um 10-11.000 sumarblómum, morgunfrúm, stjúpum, dalíum, tóbakshornum og svo mætti áfram telja. Auk þess segir Jónas að uppskeran sé ríkuleg af agúrkum og tómötum og kirsuberjatómötum og einnig er vex salat vel. Þegar búið er að fara með grænmetið í eldhús Grundarheimilanna gefst starfsfólki kostur á að kaupa á vægu verði agúrkur og tómata og það hefur mælst vel fyrir.