Fréttir

Grill og gaman

Einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu var blásið til grillveislu á þriðju hæðinni í Mörk. Andrúmsloftið dásamlegt og allir lögðust á eitt með að hafa daginn litríkan og skemmtilegan.

Niðurstöður þjónustukannana Grundarheimilanna

Hér meðfylgjandi eru niðurstöður úr þjónustkönnunum sem voru lagðar fyrir heimilsmenn og aðstandendur þeirra á öllum þremur Grundarheimilunum í janúar 2022. Þessi könnun byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra gæðastarf á heimilinu. Það er okkur mjög mikilvægt að fá að vita hvaða hluti við erum að gera vel en ekki síður hvar við getum bætt okkur. Vissulega vonuðumst við eftir meiri þátttöku en viljum við þakka kærlega öllum þeim sem tóku þátt.

Sumarsól í Mörk

Heimilisfólkið í Mörk hefur verið að búa til fallegt listaverk fyrir anddyrið. Páskaskreytingin vék fyrir þessari dásamlegu sumarsól. Frábær samvinna við að setja saman listaverkið, sem minnir á sumarið og tíðina sem í vændum er.

Páskaeggjabingóið í Mörk

Nokkrar myndir frá páskabingóinu okkar sem var haldið í Mörk fyrir nokkru. Mætingin var góð og það hefði mátt heyra saumnál detta, þvílík var einbeitingin. Heimilismenn voru ánægðir með vinningana eins og myndirnar bera með sér..

Páskaeggjabingó í Mörk

Það eru að koma páskar og í Mörk fer það ekkert á milli mála.

Glens og gaman í Mörk

Það er ekki leiðinlegt að búa eða starfa á 2 hæðinni í Mörk, svo mikið er víst. Það var mikið um hlátrasköll og glens í morgun þegar heimilisfólkið var að koma fram og bjóða góðan dag.

100 ára afmæli Garðars og Grundar

Það var hátíðlegt á fjórðu hæðinni í Mörk í gær þegar Garðar Sigurðsson heimilismaður fagnaði 100 ára afmæli. Svo skemmtilega vill til að hann á aldarafmæli sama ár og Grund sem fagnar 100 ára afmæli þann 29. október næstkomandi. Boðið var upp á heitt súkkulaði og rjómatertu á öllum Grundarheimilunum af þessu tilefni. Aðstandendur Garðars og heimilismenn á fjórðu hæðinni fögnuðu með honum, Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna mætti í afmælisboðið, blaðamaður Morgunblaðsins tók við afmælispiltinn viðtal og síðan var spilað á gítar og sungið.

Þorramatur og létt yfir mannskapnum

Það var létt yfir mannskapnum í Mörk í dag enda boðið upp á þorramat og allt sem honum tilheyrir. Svei mér þá ef Covid var ekki bara gleymt og grafið í smástund. Góða helgi

Þorrinn kom siglandi í Mörk

Heimilisfólk í Mörk útbjó þessa skemmtilegu þorraskreytingu sem prýðir anddyri heimilisins. Þorrinn að sigla inn í matsalinn sem á vel við þar sem kræsingarnar þessa dagana hafa borið keim af súrmeti og því sem tilheyrir þessum þjóðlega tíma.

Kæru heimilismenn og aðstandendur

Nú verðum við að taka höndum saman, sem aldrei fyrr, til þess að verja heimilisfólk og starfsfólk smiti. Eftirfarandi reglur gilda frá 21.desember: