Fréttir

Gleðileg jól

Gleðileg jól

Svona á þetta að vera

Það er jólakósý þennan morguninn. Sígilda jólamyndin HOME ALONE og makkarónur og súkkulaði. Hversu nettur morgun?

Hvað ungur nemur

Þessir menn tóku daginn snemma með skák. Magnús Þór 8 ára, sonur Thelmu iðjuþjálfa, kíkti við og lék skák við Björn í Glaumbæ á 2. hæðinni. Þá tók Doddi íþróttafræðingur við og þá var það hraðskák, takk fyrir.

Jólaball í Mörk

Jólasveinar kíktu í heimsókn í Mörk í gær og Skjóða kom með þeim. Það var dansað í kringum jólatré og Skjóða sagði skemmtilega sögu. Auðvitað mættu jólasveinarnir með poka og glöddu ungviðið með límmiðum og ávaxtanammi.

Rauður dagur í Mörk

Það var rauður dagur í Mörk í gær og dagurinn tekinn með trompi eins og annað á þeim bæ. Myndirnar sem teknar voru á annarri hæðinni í gær endurspegla gleðina í húsinu.

Jólatré úr gömlum bókum

Þessa dagana eru heimilismenn í Mörk að búa til skemmtileg jólaré úr gömlum bókum. Heimilisfólk er áhugasamt um þetta verkefni en finnst sárt þegar gömlu bækurnar eur rifnar og tættar niður. Það eru breyttir tímar.

Afhenti heimilismönnum afmælisgjöf frá Grund

Í tilefni aldarafmælis Grundar var gefið út afmælisrit um heimilið, saga Grundar í 100 ár. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, fór um heimilið og færði heimilismönnum bókina að gjöf auka borðdagatals með gömlum myndum frá Grund. Gísli Páll segir þessar heimsóknir hafa veitt sér gleði og hann er mjög ánægður með að hafa fengið tilefni til að spjalla við heimilisfólkið við það að gefa þeim sögu Grundar. Hann segir að margir hafi verið afar þakklátir og skildu hreinlega ekki af hverju afmælisbarnið sjálft væri að gefa afmælisgjöf en þáðu bókina með miklum þökkum. Ýmislegt kom til tals. Meðal annars þökkuðu mjög margir fyrir aðbúnaðinn, starfsfólkið og öryggið sem þau upplifðu við það að búa á Grundarheimilunum. Gísli Páll segir að það hafi verið notalegt að finna hversu mörgum líður mjög vel á heimilunum. Það voru feðginin sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og Guðbjörg R Guðmundsdóttir sem rituðu bókina, Guðmundur Óskar sá um að rita 75 ára sögu heimilisins fyrir aldarfjórðungi og síðan bætti dóttir hans Guðbjörg við 25 árum svo úr varð 100 ára saga heimilisins.

Bleik Grundarheimili

Öll Grundarheimilin skarta bleiku í ár, í afmælismánuði Grundar sem fagnar aldarafmæli á morgun, laugardaginn 29. október.

Fólk og fjársjóðir

Thelma Hafþórsdóttir Byrd er iðjuþjálfi í Mörk og hér skrifar hún fallega hugleiðingu um fólk og fjársjóði.