Fréttir

Eden námskeiðið vel sótt

Það var áhugasamur og flottur hópur frá Grundarheimilunum sem mætti á Eden námskeið Eden Alternative samtakanna nú í ársbyrjun. Margir voru að mæta á þriggja daga námskeið í fyrsta sinn á meðan einhverjir koma til að rifja upp. Grund vinnur þessa mánuðina að því að innleiða Eden hugmyndafræðina og með hækkandi sól verða öll Grundarheimilin þrjú, Grund, Ás og Mörk komin með vottun samtakanna sem Eden heimili. Ás og Mörk hafa um árabil verið vottuð Eden heimili.

Fylgst með handboltanum í Ási

Það hefur verið mikil stemning í kringum handboltaleikina hér í Ási.

Vöfflukaffi í Vesturási

Það var boðið upp á vöfflukaffi í vikunni í Vesturási.

Fimmtíu starfsmenn sóttu íslenskunámskeið

Í vetur héldu Grundarheimilin áfram að bjóða upp á íslenskunám fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við Mími símenntun. Mikill áhugi var á námskeiðunum og var boðið upp á bæði íslensku 1 og íslensku 3.

Síðasta boccia ársins

Mikill spenningur var í síðasta boccia ársins í Ásbyrgi þegar var jafnt á milli liða fyrir lokaumferðina.

Jólalögin ómuðu

Það ríkti gleði og hátíðarstemmning þegar Harmonikkuvinir komu í heimsókn nýlega.

Gleðileg jól

Grundarheimilin óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sönghópurinn Tjaldur söng jólalögin

Sönghópurinn Tjaldur kom í heimsókn núna á aðventunni og söng jólalögin fyrir heimilisfólk

Jólatréð í stofu stendur

Það styttist í jólin og nú er búið að skreyta jólatréð í Ásbyrgi.

Léku jólalög fyrir heimilisfólk

Krakkar úr Tónlistarskólanum í Hveragerði komu í heimsókn og léku jólalögin fyrir heimilisfólk.