Fréttir

Söngstund í Ásbúð

Tónlistarmaðurinn Bjarni Hall mætti í Ásbúð nú fyrir helgina og tók nokkur skemmtileg lög með heimilisfólki. Hann tók bæði gömul og nýleg lög og sagði svo skemmtilega frá milli laga. Frábær byrjun á helginni. Takk Bjarni fyrir komuna.

Bökuðu 1.200 pönnukökur með bros á vör

Starfsfólk eldhúss Grundarheimilanna, sem vinnur í Ás,i mætti í Mörk í morgun og aðstoðaði í eldhúsinu, m.a. stóð það í ströngu við bakstur. Á morgun 17. júní verður nefnilega boðið upp á rjómapönnukökur með kaffinu. Til að allir geti nú gætt sér á þessum þjóðlegu kræsingum, þurfti í morgun að baka 1.200 pönnukökur. Á þjóðhátíðardaginn verður svo boðið upp á hangikjöt með öllu tilheyrandi í hádeginu og ístertu í eftirmat.

Sumarblómin sett niður

það er hefð fyrir því í Ási að heimilisfólkið sæki sér sumarblóm og setji í ker eða potta nú eða við dyrnar hjá sér. Það er stemning sem fylgir gróðursetningunni, mold í stórum körum og hægt að velja úr allskonar sumarblómum sem eru ræktuð í gróðurhúsum Grundarheimilanna.

Út í sólina

egar það kemur loksins sól og blíða þá grípum við tækifærið í Ási og færum okkur út í góða veðrið. Starfsfólk iðjuþjálfunar lumar á ýmsu til að fást við utandyra en svo er líka bara skemmtilegt að setjast niður í sól og spjalla um lífið og tilveruna.

Eurovision stemning

Það var Eurovision stemning í Ási fyrir helgina og vakti kátínu þegar boðið var upp á tónlistar bingó með Eurovison lögum. Heimilisfólk söng og dansaði með. Bingóvinningarnir voru í anda dagsins, sætindi og gos.

Breytingar við stjórnvöl Grundarheimilanna

Stjórn Grundar hefur gengið frá ráðningu Karls Óttars Einarssonar í starf forstjóra Grundarheimilanna. Um leið var Gísli Páll Pálsson, fráfarandi forstjóri, ráðinn í hlutastarf sem stjórnarformaður Grundar frá sama tíma. Breytingarnar taka gildi þann 1. maí næstkomandi.

Bakar 1.200 pönnukökur með kaffinu

Það er í nógu að snúast á Grundarheimilunum því auk hefðbundinna verka í eldhúsum heimilanna er verið að baka 800 pönnukökur sunnan heiða og 400 í Ási. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður síðan boðið upp á pönnukökurnar með kaffinu á Grund, Ási og í Mörk. Takið eftir að hún Rakel lætur sig ekki muna um að baka á fimm pönnum í einu.

Bingó í Ásbyrgi

Bingó. Flestir hafa gaman af því að spila bingó og það er engin undantekning þegar heimilisfólkið í Ási er annrsvegar. Fyrir skömmu var bingó í Ásbyrgi og bæði börn og fullorðnir sem höfðu gaman af.

Grundarheimilin fengu 15 spjaldtölvur að gjöf

Þór Pálsson framkvæmdastjóri hjá Rafmennt kom færandi hendi á Grund með 15 spjaldtölvur sem voru gjöf til Grundarheimilanna. Rafmennt hefur gefið nemendum sem hefja grunnnám rafiðngreina spjaldtölvu til eigna. Á seinasta ári var ákveðið að breyta um styrk til grunnnámsnema. Þessi spjöld eru afgangur frá þessu verkefni og ákvað stjórn Rafmenntar að gefa þau til góðgerðarmála. Á myndinni er Þór Pálsson fyrir miðju og Sigríður Sigurðardóttir og Kjartan Örn Júlíusson sitt hvoru megin að taka við þessari rausnarlegu gjöf. Rafmennt er þakkað af heilum hug fyrir spjaldtölvurnar og hulstrin sem fylgdu. Þær eiga eftir að koma sér mjög vel á Grundarheimilunum þremur.

Rósir í tilefni konudags

Konudagurinn er á morgun, sunnudag og við tókum aðeins forskot á sæluna í gær og gáfum öllum heimiliskonum Grundarheimilanna rós. Á morgun verður svo boðið upp á konudags ostaköku og konfekt með kaffinu.