Fréttir

Bingó í Ásbyrgi

Það var boðið upp á bingó í Ásbyrgi nú í byrjun viku. Það hefði mátt heyra saumnál detta svo mikil var einbeitingin og þögnin þegar tölurnar voru lesnar upp. Flestir létu sér nægja tvö spjöld en þeir áhugasömustu fóru létt með þrjú spjöld.

Sumarhátíðin í Ási

Í blíðskaparveðri var Sumarhátíðin í Ási haldin í gær. Heimilisfólk, aðstandendur, starfsfólk og aðrir gestir skemmtu sér konunglega, hlustuðu á fagra tóna frá litskrúðuga stúlknabandinu Tónafljóð, Ingunn bauð upp fallega andlitsmálun og “blaðrarinn” Daníel galdrað í fram flottar fígúrur úr blöðrum. Nokkrir heimilismenn nýttu tækifærið og seldu eigið handverk, t.d. sokka, vettlinga, peysur, málverk og vatnslitamyndir. Eldhúsið sá um veitingarnar sem voru glæsilegar að vanda.

Sumarhátíð í Ási

Verður þú á Blómstrandi dögum um helgina?

Völlurinn nýsleginn

Púttvöllurinn í Ási er nýsleginn og bíður þess að áhugasamir komi og pútti.

Blómarósir

Þær eru víða hjá okkur blómarósirnar hér í Ási sem eru með græna fingur og hlú að plöntunum úti sem inni.

Afþökkuðu útileikfimi vegna hita

Það stóð til í vikunni að bjóða upp á stólaleikfimi í sólinni sem leikið hefur við okkur undanfarið. En heimilisfólkið afþakkaði pent. Því fannst of heitt úti. Svo leikfimin var færð inn í hús og sumir höfðu bara sólhattana á sér áfram.

Göngutúr í blíðunni

Morgungangan síðasta mánudag var farin í bongóblíðu hér í Ási, alltaf gott að bæta smá D vítamíni í kroppinn.

Fólkið okkar kann að njóta

Það var "hamingjustund" fyrir lengra komna í Bæjarási í dag. Þar gæddi fólk sér á girnilegum veitingum bæði í fljótandi og föstu formi 🥂 Boðið var upp á dekur í formi andlitsmaska, andlitsnudd og handanudd 🤗… það er óhætt að segja að fólkið okkar kunni að njóta lífsins ❤️

Söngstund í Ásbúð

Tónlistarmaðurinn Bjarni Hall mætti í Ásbúð nú fyrir helgina og tók nokkur skemmtileg lög með heimilisfólki. Hann tók bæði gömul og nýleg lög og sagði svo skemmtilega frá milli laga. Frábær byrjun á helginni. Takk Bjarni fyrir komuna.