24.12.2023
Grundarheimilin óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
15.12.2023
Sönghópurinn Tjaldur kom í heimsókn núna á aðventunni og söng jólalögin fyrir heimilisfólk
15.12.2023
Það styttist í jólin og nú er búið að skreyta jólatréð í Ásbyrgi.
13.12.2023
Krakkar úr Tónlistarskólanum í Hveragerði komu í heimsókn og léku jólalögin fyrir heimilisfólk.
12.12.2023
Nú er allt á fullu í undirbúningi hjá okkur í Ási fyrir jóla- og áramótahátíðarnar. Að ýmsu er að hyggja við svo vel takist til á svo stóru heimili. Við viljum því senda aðstandendum nokkrar línur fyrir jólin til að hjálpast að við að gera undirbúning sem bestan.
07.12.2023
Vinir Ragga Bjarna komu nýlega og skemmtu heimilisfólki og starfsfólki í Ási og það er óhætt að segja að það hafi verið við mikinn fögnuð viðstaddra. Ánægja og gleði skein úr hverju andliti og það voru margir sem sungu með hástöfum
06.12.2023
Það hefur skapast sú hefð á Grundarheimilunum að bjóða upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti þann 1. desember og bjóða upp á rjómapönnukökur í eftirmat. Og þá er ekkert annað að gera en að bretta upp ermar eins og þær Rakel og Chutima gerðu og baka á sjö pönnum á annað þúsund pönnukökur. Geri aðrir betur.
03.12.2023
Karlakór Hveragerðisbæjar gladdi okkur með frábærum tónleikum. Ekki amalegt að fá svona heimsókn. Þakka ykkur innilega fyrir komuna og frábæran söng. Guðrún Kristjánsdóttir heimilskona í Bæjarási var afskaplega stolt af syni sínum honum Höskuldi sem syngur með kórnum.
03.12.2023
Fyrsti sunnudagur í aðventu er í dag en heimilisfólk og starfsfólk í Ási hefur verið önnum kafið við að útbúa aðventukransa og aðventudagatöl undanfarna daga. Það eru ljúfar stundir framundan hjá okkur á aðventunni.
29.11.2023
Grundarheimilin og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2024-2026
Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2023-185419.)
Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is
frá og með 24.11..2023 kl 10:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Grundar, Hringbraut 50, 101 Reykjavík fyrir kl. 13:30, 21.12.2023 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.