Fréttir

Vöfflukaffi í Vesturási

Það var boðið upp á vöfflukaffi í vikunni í Vesturási.

Fimmtíu starfsmenn sóttu íslenskunámskeið

Í vetur héldu Grundarheimilin áfram að bjóða upp á íslenskunám fyrir starfsfólk sitt í samstarfi við Mími símenntun. Mikill áhugi var á námskeiðunum og var boðið upp á bæði íslensku 1 og íslensku 3.

Síðasta boccia ársins

Mikill spenningur var í síðasta boccia ársins í Ásbyrgi þegar var jafnt á milli liða fyrir lokaumferðina.

Jólalögin ómuðu

Það ríkti gleði og hátíðarstemmning þegar Harmonikkuvinir komu í heimsókn nýlega.

Gleðileg jól

Grundarheimilin óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Sönghópurinn Tjaldur söng jólalögin

Sönghópurinn Tjaldur kom í heimsókn núna á aðventunni og söng jólalögin fyrir heimilisfólk

Jólatréð í stofu stendur

Það styttist í jólin og nú er búið að skreyta jólatréð í Ásbyrgi.

Léku jólalög fyrir heimilisfólk

Krakkar úr Tónlistarskólanum í Hveragerði komu í heimsókn og léku jólalögin fyrir heimilisfólk.

Jólaundirbúningur 2023

Nú er allt á fullu í undirbúningi hjá okkur í Ási fyrir jóla- og áramótahátíðarnar. Að ýmsu er að hyggja við svo vel takist til á svo stóru heimili. Við viljum því senda aðstandendum nokkrar línur fyrir jólin til að hjálpast að við að gera undirbúning sem bestan.

Vinir Ragga Bjarna komu í Ás

Vinir Ragga Bjarna komu nýlega og skemmtu heimilisfólki og starfsfólki í Ási og það er óhætt að segja að það hafi verið við mikinn fögnuð viðstaddra. Ánægja og gleði skein úr hverju andliti og það voru margir sem sungu með hástöfum